Sport

Dagskráin í dag: Evrópudeildin í fótbolta og nóg af golfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chris Smalling og félagar í Roma geta komist í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag.
Chris Smalling og félagar í Roma geta komist í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag. EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI

Það eru engar beinar útsendingar frá Íslandi á Stöð 2 Sport eða hliðarrásum í dag. Þó eru tveir leikir í Evrópudeildinni á dagskrá ásamt tveimur golfmótum.

Leikur Sevilla og Roma er í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 16:55 í dag. Liðin náðu aldrei að leika fyrri leikinn í 16-liða úrslitum og því mun leikur dagsins skera úr um hvort liðið fari áfram í 8-liða úrslit.

Þar mun liðið mæta annað hvort Olympiakos eða Wolverhampton Wanderers. Þar er staðan 1-1 eftir fyrri leik liðanna en sá síðari hefst í dag klukkan 19:00 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.

Golfstöðin

Klukkan 10:30 hefst bein útsending frá enska meistaramótinu í golfi en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 20:00 er svo PGA-meistaramótið á dagskrá en það er – þótt ótrúlegt megi virðast – hluti af PGA-mótaröðinni.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×