Sport

Dagskráin í dag: Evrópudeildin í fótbolta og nóg af golfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chris Smalling og félagar í Roma geta komist í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag.
Chris Smalling og félagar í Roma geta komist í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag. EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI

Það eru engar beinar útsendingar frá Íslandi á Stöð 2 Sport eða hliðarrásum í dag. Þó eru tveir leikir í Evrópudeildinni á dagskrá ásamt tveimur golfmótum.

Leikur Sevilla og Roma er í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 16:55 í dag. Liðin náðu aldrei að leika fyrri leikinn í 16-liða úrslitum og því mun leikur dagsins skera úr um hvort liðið fari áfram í 8-liða úrslit.

Þar mun liðið mæta annað hvort Olympiakos eða Wolverhampton Wanderers. Þar er staðan 1-1 eftir fyrri leik liðanna en sá síðari hefst í dag klukkan 19:00 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.

Golfstöðin

Klukkan 10:30 hefst bein útsending frá enska meistaramótinu í golfi en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 20:00 er svo PGA-meistaramótið á dagskrá en það er – þótt ótrúlegt megi virðast – hluti af PGA-mótaröðinni.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.