Erlent

Senda fleiri her­menn vegna of­beldis­öldu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Darfur-hérað er í vesturhluta Súdan.
Darfur-hérað er í vesturhluta Súdan. Vísir/Getty

Stjórnvöld í Súdan hyggjast senda fleiri hermenn til Darfúr-héraðs en þar hefur ofbeldisalda risið enn á ný. Óþekktir vígamenn myrtu áttatíu manns á svæðinu á laugardag og aðra tuttugu á föstudaginn var, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Hundruð þúsunda hafa látið lífið í Darfúr í átökum uppreisnarhópa og ríkisstjórnarinnar frá árinu 2003 og hafa milljónir þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna. Í árásunum um helgina kveiktu vígamennirnir í húsum þorpsbúa og eyðilögðu markaði og verslanir.

Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdans, er nú fyrir rétti í höfuðborginni Khartoum en honum var steypt af stóli á síðasta ári. Þá er hann einnig eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum þar sem hann er sakaður um stríðsglæpi og þjóðarmorð í Darfúr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×