Lífið

Daði Freyr gefur út rólega og órafmagnaða útgáfu af Think About Things

Stefán Árni Pálsson skrifar
Róleg og skemmtileg útgáfa. 
Róleg og skemmtileg útgáfa. 

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr hefur gefið út órafmagnaða útgáfu af Eurovision-laginu Think about Things og kom sú útgáfa út í hádeginu í dag á YouTube-rás hans.

Lagið átti að verða framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam árið 2020 en aflýsa þurfti keppninni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Daði fær aðstoð strengjasveitar í laginu en á hljóðfærin leika þær Sigrún Harðardóttir, Agnes Eyja Gunnarsdóttir, Þórhildur Magnúsdóttir og Unnur Jónsdóttir.

Það var Hafsteinn Þráinsson sem sá um útsetninguna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.