Sport

Tyson snýr aftur í hringinn í september á þessu ári

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tyson snýr aftur í hringinn í september.
Tyson snýr aftur í hringinn í september. Donald Kravitz/Getty Images

Boxarinn Mike Tyson – fyrrum heimsmeistari í þungavigt – snýr aftur í hringinn þann 12. steptember. Mun hann berjast við Ray Jones Junior en hann varð heimsmeistari fjórum sinnum á sínum ferli.

BBC greindi frá.

Tyson er orðinn 54 ára á meðan Ray Jones er 51 árs. Yrði þetta fyrsti bardagi Tyson síðan árið 2005 þegar hann tapaði gegn hinum írska Kevin McBride. Það er mun styttra síðan Jones steig síðast inn í hringinn en hann mætti Scott Sigmon í byrjun árs 2018.

Bardaginn verður svokallaður sýningarbardagi þar sem ekkert belti er undir. Reikna má með að báðir leggi stoltið undir sem og þeir fá ágætis aur fyrir verkið.

Tyson hefur verið duglegur á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði en hann er í hörkuformi þessa dagana. Hann varð á sínum tíma yngsti hnefaleikakappi sögunnar til að verða heimsmeistari í þungavigt þegar hann rotaði Trevor Berbick árið 1986, aðeins tuttugu ára gamall.

Er það met sem hann heldur enn þann dag í dag.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×