Föstudagsplaylisti Jökuls Loga Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 24. júlí 2020 10:20 Tónlist Jökuls logar, eða er í það minnsta í hlýjari kantinum. Kata Jóhanness Í gær kom út önnur plata taktsmiðsins Jökuls Loga, Bóndi í Brekku. Tónlist hans er í ætt við við lágskerpu hipphopp takta sem Youtube og fleiri veitur vilja ólmar að maður hlusti á meðan maður lærir eða slappar af. Platan er gefin út af þýsku plötuútgáfunni Urban Undergrounds og fær Jökull til sín góða gesti í þremur laganna, Ahmir The King, Mileenu og Vivid Brain. Jökull setti saman föstudagslagalista fyrir Vísi í tilefni útgáfunnar. „Þetta er fullkominn playlisti fyrir bíltúrinn, skokkið og líka bara til að hafa í heyrnartólunum þegar maður leggst aftur í sófann og lokar augunum eða hefur þau opin,“ segir Jökull um listann og bætir við að hann samanstandi mestmegnis af hipp hoppi og töktum frá tónlistarfólki sem hafa haft áhrif á hann. Þar af býst hann við því að þrír rapparar muni gera „risastóra hluti“, Sideshow, Q Prodigal og Jay Cinema. Á döfinni hjá Jökli er aðallega meiri tónlistarsköpun, en hann er að vinna að tónlist með ýmsu öðru tónlistarfólki, og mun t.a.m. koma út lag í næsta mánuði sem hann gerði í samvinnu við djasssaxófónleikarann Mike Casey. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í gær kom út önnur plata taktsmiðsins Jökuls Loga, Bóndi í Brekku. Tónlist hans er í ætt við við lágskerpu hipphopp takta sem Youtube og fleiri veitur vilja ólmar að maður hlusti á meðan maður lærir eða slappar af. Platan er gefin út af þýsku plötuútgáfunni Urban Undergrounds og fær Jökull til sín góða gesti í þremur laganna, Ahmir The King, Mileenu og Vivid Brain. Jökull setti saman föstudagslagalista fyrir Vísi í tilefni útgáfunnar. „Þetta er fullkominn playlisti fyrir bíltúrinn, skokkið og líka bara til að hafa í heyrnartólunum þegar maður leggst aftur í sófann og lokar augunum eða hefur þau opin,“ segir Jökull um listann og bætir við að hann samanstandi mestmegnis af hipp hoppi og töktum frá tónlistarfólki sem hafa haft áhrif á hann. Þar af býst hann við því að þrír rapparar muni gera „risastóra hluti“, Sideshow, Q Prodigal og Jay Cinema. Á döfinni hjá Jökli er aðallega meiri tónlistarsköpun, en hann er að vinna að tónlist með ýmsu öðru tónlistarfólki, og mun t.a.m. koma út lag í næsta mánuði sem hann gerði í samvinnu við djasssaxófónleikarann Mike Casey.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira