Sport

Dagskráin í dag: Pepsi Max ásamt ítalska og spænska boltanum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fagnar Ágúst Gylfason sínum öðrum sigri sem þjálfari Gróttu í dag?
Fagnar Ágúst Gylfason sínum öðrum sigri sem þjálfari Gróttu í dag? Vísir/Vilhelm

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. 

Á Stöð 2 Sport sýnum við leik Gróttu og ÍA í Pepsi Max deild karla en bæði lið eru ágætis skriði þessa dagana. Skagamenn unnu ótrúlegan 4-1 sigur á Val að Hlíðarenda en gerðu 2-2 jafntefli við HK í síðustu umferð. Þá gerði Grótta ótrúlegt 4-4- jafntefli við HK áður en liðið vann frábæran sigur á Fjölni í síðustu umferð. Það verður því hart barist á Seltjarnarnesi í dag.

Stöð 2 Sport 2

Það er veisla á Stöð 2 Sport 2 þar sem fjórir leikir eru í beinni útsendingu. Stoke City fær Birmingham City í botnbaráttuslag í ensku B-deildinni. Levante fær Athletic Bilbao í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni. Einnig sýnum við leik Leganes og Valencia í beinni.

Stórleikur Napoli og AC Milan verður svo í beinni útsendingu eftir kvöldmat.

Stöð 2 Sport 3

Stöð 2 Sport heldur áfram að sýna beint frá Lengjudeildinni í fótbolta. Að þessu sinni sínum við leik ÍBV og Grindavikur en heimamenn eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir umdeildan sigur gegn Leikni Reykjavík í síðustu umferð. Á sama tíma gerði Grindavík 4-4 jafntfli við nágranna sína í Keflavík.

Allar beinar útsendingar má nálgast hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.