Lífið

Ringo Starr heldur upp á áttræðisafmælið með tónleikum í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ringo Starr í Royal Albert Hall í lok síðasta árs. 
Ringo Starr í Royal Albert Hall í lok síðasta árs.  Getty/Tristan Fewings

Bítillinn Ringo Starr er áttræður í dag en hann fæddist í Liverpool 7. júlí árið 1940. Starr er Íslandsvinur og komið hingað til lands nokkrum sinnum.

Ringo Starr hefur í nokkra áratugi verið einn allra frægasti trommari heims.

„Þetta er stórafmæli en ég mun halda upp á það með öðrum hætti að þessu sinni,“ segir Starr í samtali við BBC en síðustu tólf ár hefur hann haldið upp á afmælið sitt með um hundrað vinum, vandamönnum og aðdáendum og byrjaði það allt árið 2008 á Hard Rock í Chicago.

Að þessu sinni ætlar Starr að halda upp á afmælið sitt með góðgerðatónleikum í beinni á YouTube og kallar hann tónleikana Ringo's Big Birthday Show.

Þar mun hann koma fram ásamt Sir Paul McCartney, Joe Walsh, Ben Harper, Sheryl Crow, Gary Clark Jr and Sheila E to benefit Black Lives Matter, The David Lynch Foundation, MusiCares og WaterAid.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.