Lífið

Ringo Starr heldur upp á áttræðisafmælið með tónleikum í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ringo Starr í Royal Albert Hall í lok síðasta árs. 
Ringo Starr í Royal Albert Hall í lok síðasta árs.  Getty/Tristan Fewings

Bítillinn Ringo Starr er áttræður í dag en hann fæddist í Liverpool 7. júlí árið 1940. Starr er Íslandsvinur og komið hingað til lands nokkrum sinnum.

Ringo Starr hefur í nokkra áratugi verið einn allra frægasti trommari heims.

„Þetta er stórafmæli en ég mun halda upp á það með öðrum hætti að þessu sinni,“ segir Starr í samtali við BBC en síðustu tólf ár hefur hann haldið upp á afmælið sitt með um hundrað vinum, vandamönnum og aðdáendum og byrjaði það allt árið 2008 á Hard Rock í Chicago.

Að þessu sinni ætlar Starr að halda upp á afmælið sitt með góðgerðatónleikum í beinni á YouTube og kallar hann tónleikana Ringo's Big Birthday Show.

Þar mun hann koma fram ásamt Sir Paul McCartney, Joe Walsh, Ben Harper, Sheryl Crow, Gary Clark Jr and Sheila E to benefit Black Lives Matter, The David Lynch Foundation, MusiCares og WaterAid.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.