Sancho mun ekki koma í stað Sané Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 12:30 Sancho mun ekki ganga aftur í raðir City. Alexandre Simoes/Getty Images Nú er endanlega búið að staðfesta að Leroy Sané, þýski vængmaðurinn í liði Manchester City, mun ganga til liðs við Bayern München í sumar. Pep Guardiola, þjálfari City, hefur gefið út að félagið muni ekki fylla skarð Sané með hinum unga en öfluga Jadon Sancho. City-liðið valtaði yfir nýkrýnda Englandsmeistara Liverpool í gærkvöld, lokatölur í uppgjöri efstu liða Englands 4-0 á Etihad-vellinum. Mörkin voru nálægt því að vera fimm en mark var dæmt af Riyad Mahrez undir lok leiks eftir að boltinn fór í hönd Phil Foden í aðdraganda marksins. Kevin De Bruyne has been directly involved in 28 goals this season - more than any other player in the #PL#MCILIV pic.twitter.com/SWABcGjmUM— Premier League (@premierleague) July 3, 2020 Í leik gærdagsins voru Raheem Sterling og Phil Foden á sitt hvorum vængnum. Þá voru Bernardo Silva og Riyad Mahrez á varamannabekk liðsins en Pep notar þá einnig á öðrum hvorum kantinum. Svo virðist sem þjálfarinn spænski telji sig ekki þurfa fleiri leikmenn í þessar stöður þó svo að félagið ætli sér að versla í sumar. Sancho – leikmaður Borussia Dortmund og einn efnilegasti leikmaður Evrópu – verður líklega á faraldsfæti í sumar og er talið að hann gæti verið á leið til Manchester. Pep hefur þó tekið fyrir að hann muni koma til City. Félagið hefur ekki áhuga á að fjárfesta í leikmanni sem yfirgaf þá fyrir þremur árum. „Hann ákvað að fara, af hverju ætti hann að vilja koma til baka? Við vildum halda honum eins og við vildum halda Phil Foden og Eric Garcia. Hann ákvað, líkt og Leroy [Sané] nú, að fara,“ sagði Guardiola í viðtali í fyrir Liverpool leikinn. Pep stóð heiðursvörð fyrir Englandsmeistara Liverpool en lið hans sýndi þeim litla virðingu á vellinum.Dave Thompson/Getty Images Þó svo að Pep sé ekki tilbúinn að eyða peningum í Sancho eða mögulega aðra vængmenn þá hefur hann viðurkennt að liðið muni þurfa að versla duglega í sumar. Efst á listanum er miðvörður en Pep virðist endanlega hafa fengið nóg af þeim John Stones og Nicolas Otamendi. Eftir sigurinn í gær eru City með 66 stig í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tuttugu stigum á eftir Liverpool. Liðið getur í besta lagi endað með 84 stig fari svo að það vinni alla sex leikina sem eru eftir. Síðustu tvö ár hefur liðið fengið 100 og 98 stig, það er því ljóst að Pep þarf að bæta hópinn töluvert í sumar ætli hann sér aftur með liðið í hæstu hæðir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. 3. júlí 2020 08:15 Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Leroy Sané verður leikmaður Bayern Munich á næstu leiktíð. 30. júní 2020 17:35 Guardiola veit að Sane fer: Elska hann svo mikið en hann vill fara á nýjar slóðir Þýski knattspyrnumaðurinn Leroy Sane er staðráðinn í að yfirgefa Manchester City og hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu 12 mánuði. 20. júní 2020 07:00 Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24. maí 2020 17:00 Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Nú er endanlega búið að staðfesta að Leroy Sané, þýski vængmaðurinn í liði Manchester City, mun ganga til liðs við Bayern München í sumar. Pep Guardiola, þjálfari City, hefur gefið út að félagið muni ekki fylla skarð Sané með hinum unga en öfluga Jadon Sancho. City-liðið valtaði yfir nýkrýnda Englandsmeistara Liverpool í gærkvöld, lokatölur í uppgjöri efstu liða Englands 4-0 á Etihad-vellinum. Mörkin voru nálægt því að vera fimm en mark var dæmt af Riyad Mahrez undir lok leiks eftir að boltinn fór í hönd Phil Foden í aðdraganda marksins. Kevin De Bruyne has been directly involved in 28 goals this season - more than any other player in the #PL#MCILIV pic.twitter.com/SWABcGjmUM— Premier League (@premierleague) July 3, 2020 Í leik gærdagsins voru Raheem Sterling og Phil Foden á sitt hvorum vængnum. Þá voru Bernardo Silva og Riyad Mahrez á varamannabekk liðsins en Pep notar þá einnig á öðrum hvorum kantinum. Svo virðist sem þjálfarinn spænski telji sig ekki þurfa fleiri leikmenn í þessar stöður þó svo að félagið ætli sér að versla í sumar. Sancho – leikmaður Borussia Dortmund og einn efnilegasti leikmaður Evrópu – verður líklega á faraldsfæti í sumar og er talið að hann gæti verið á leið til Manchester. Pep hefur þó tekið fyrir að hann muni koma til City. Félagið hefur ekki áhuga á að fjárfesta í leikmanni sem yfirgaf þá fyrir þremur árum. „Hann ákvað að fara, af hverju ætti hann að vilja koma til baka? Við vildum halda honum eins og við vildum halda Phil Foden og Eric Garcia. Hann ákvað, líkt og Leroy [Sané] nú, að fara,“ sagði Guardiola í viðtali í fyrir Liverpool leikinn. Pep stóð heiðursvörð fyrir Englandsmeistara Liverpool en lið hans sýndi þeim litla virðingu á vellinum.Dave Thompson/Getty Images Þó svo að Pep sé ekki tilbúinn að eyða peningum í Sancho eða mögulega aðra vængmenn þá hefur hann viðurkennt að liðið muni þurfa að versla duglega í sumar. Efst á listanum er miðvörður en Pep virðist endanlega hafa fengið nóg af þeim John Stones og Nicolas Otamendi. Eftir sigurinn í gær eru City með 66 stig í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tuttugu stigum á eftir Liverpool. Liðið getur í besta lagi endað með 84 stig fari svo að það vinni alla sex leikina sem eru eftir. Síðustu tvö ár hefur liðið fengið 100 og 98 stig, það er því ljóst að Pep þarf að bæta hópinn töluvert í sumar ætli hann sér aftur með liðið í hæstu hæðir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. 3. júlí 2020 08:15 Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Leroy Sané verður leikmaður Bayern Munich á næstu leiktíð. 30. júní 2020 17:35 Guardiola veit að Sane fer: Elska hann svo mikið en hann vill fara á nýjar slóðir Þýski knattspyrnumaðurinn Leroy Sane er staðráðinn í að yfirgefa Manchester City og hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu 12 mánuði. 20. júní 2020 07:00 Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24. maí 2020 17:00 Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. 3. júlí 2020 08:15
Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Leroy Sané verður leikmaður Bayern Munich á næstu leiktíð. 30. júní 2020 17:35
Guardiola veit að Sane fer: Elska hann svo mikið en hann vill fara á nýjar slóðir Þýski knattspyrnumaðurinn Leroy Sane er staðráðinn í að yfirgefa Manchester City og hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu 12 mánuði. 20. júní 2020 07:00
Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24. maí 2020 17:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn