Sancho mun ekki koma í stað Sané Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 12:30 Sancho mun ekki ganga aftur í raðir City. Alexandre Simoes/Getty Images Nú er endanlega búið að staðfesta að Leroy Sané, þýski vængmaðurinn í liði Manchester City, mun ganga til liðs við Bayern München í sumar. Pep Guardiola, þjálfari City, hefur gefið út að félagið muni ekki fylla skarð Sané með hinum unga en öfluga Jadon Sancho. City-liðið valtaði yfir nýkrýnda Englandsmeistara Liverpool í gærkvöld, lokatölur í uppgjöri efstu liða Englands 4-0 á Etihad-vellinum. Mörkin voru nálægt því að vera fimm en mark var dæmt af Riyad Mahrez undir lok leiks eftir að boltinn fór í hönd Phil Foden í aðdraganda marksins. Kevin De Bruyne has been directly involved in 28 goals this season - more than any other player in the #PL#MCILIV pic.twitter.com/SWABcGjmUM— Premier League (@premierleague) July 3, 2020 Í leik gærdagsins voru Raheem Sterling og Phil Foden á sitt hvorum vængnum. Þá voru Bernardo Silva og Riyad Mahrez á varamannabekk liðsins en Pep notar þá einnig á öðrum hvorum kantinum. Svo virðist sem þjálfarinn spænski telji sig ekki þurfa fleiri leikmenn í þessar stöður þó svo að félagið ætli sér að versla í sumar. Sancho – leikmaður Borussia Dortmund og einn efnilegasti leikmaður Evrópu – verður líklega á faraldsfæti í sumar og er talið að hann gæti verið á leið til Manchester. Pep hefur þó tekið fyrir að hann muni koma til City. Félagið hefur ekki áhuga á að fjárfesta í leikmanni sem yfirgaf þá fyrir þremur árum. „Hann ákvað að fara, af hverju ætti hann að vilja koma til baka? Við vildum halda honum eins og við vildum halda Phil Foden og Eric Garcia. Hann ákvað, líkt og Leroy [Sané] nú, að fara,“ sagði Guardiola í viðtali í fyrir Liverpool leikinn. Pep stóð heiðursvörð fyrir Englandsmeistara Liverpool en lið hans sýndi þeim litla virðingu á vellinum.Dave Thompson/Getty Images Þó svo að Pep sé ekki tilbúinn að eyða peningum í Sancho eða mögulega aðra vængmenn þá hefur hann viðurkennt að liðið muni þurfa að versla duglega í sumar. Efst á listanum er miðvörður en Pep virðist endanlega hafa fengið nóg af þeim John Stones og Nicolas Otamendi. Eftir sigurinn í gær eru City með 66 stig í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tuttugu stigum á eftir Liverpool. Liðið getur í besta lagi endað með 84 stig fari svo að það vinni alla sex leikina sem eru eftir. Síðustu tvö ár hefur liðið fengið 100 og 98 stig, það er því ljóst að Pep þarf að bæta hópinn töluvert í sumar ætli hann sér aftur með liðið í hæstu hæðir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. 3. júlí 2020 08:15 Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Leroy Sané verður leikmaður Bayern Munich á næstu leiktíð. 30. júní 2020 17:35 Guardiola veit að Sane fer: Elska hann svo mikið en hann vill fara á nýjar slóðir Þýski knattspyrnumaðurinn Leroy Sane er staðráðinn í að yfirgefa Manchester City og hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu 12 mánuði. 20. júní 2020 07:00 Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24. maí 2020 17:00 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Nú er endanlega búið að staðfesta að Leroy Sané, þýski vængmaðurinn í liði Manchester City, mun ganga til liðs við Bayern München í sumar. Pep Guardiola, þjálfari City, hefur gefið út að félagið muni ekki fylla skarð Sané með hinum unga en öfluga Jadon Sancho. City-liðið valtaði yfir nýkrýnda Englandsmeistara Liverpool í gærkvöld, lokatölur í uppgjöri efstu liða Englands 4-0 á Etihad-vellinum. Mörkin voru nálægt því að vera fimm en mark var dæmt af Riyad Mahrez undir lok leiks eftir að boltinn fór í hönd Phil Foden í aðdraganda marksins. Kevin De Bruyne has been directly involved in 28 goals this season - more than any other player in the #PL#MCILIV pic.twitter.com/SWABcGjmUM— Premier League (@premierleague) July 3, 2020 Í leik gærdagsins voru Raheem Sterling og Phil Foden á sitt hvorum vængnum. Þá voru Bernardo Silva og Riyad Mahrez á varamannabekk liðsins en Pep notar þá einnig á öðrum hvorum kantinum. Svo virðist sem þjálfarinn spænski telji sig ekki þurfa fleiri leikmenn í þessar stöður þó svo að félagið ætli sér að versla í sumar. Sancho – leikmaður Borussia Dortmund og einn efnilegasti leikmaður Evrópu – verður líklega á faraldsfæti í sumar og er talið að hann gæti verið á leið til Manchester. Pep hefur þó tekið fyrir að hann muni koma til City. Félagið hefur ekki áhuga á að fjárfesta í leikmanni sem yfirgaf þá fyrir þremur árum. „Hann ákvað að fara, af hverju ætti hann að vilja koma til baka? Við vildum halda honum eins og við vildum halda Phil Foden og Eric Garcia. Hann ákvað, líkt og Leroy [Sané] nú, að fara,“ sagði Guardiola í viðtali í fyrir Liverpool leikinn. Pep stóð heiðursvörð fyrir Englandsmeistara Liverpool en lið hans sýndi þeim litla virðingu á vellinum.Dave Thompson/Getty Images Þó svo að Pep sé ekki tilbúinn að eyða peningum í Sancho eða mögulega aðra vængmenn þá hefur hann viðurkennt að liðið muni þurfa að versla duglega í sumar. Efst á listanum er miðvörður en Pep virðist endanlega hafa fengið nóg af þeim John Stones og Nicolas Otamendi. Eftir sigurinn í gær eru City með 66 stig í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tuttugu stigum á eftir Liverpool. Liðið getur í besta lagi endað með 84 stig fari svo að það vinni alla sex leikina sem eru eftir. Síðustu tvö ár hefur liðið fengið 100 og 98 stig, það er því ljóst að Pep þarf að bæta hópinn töluvert í sumar ætli hann sér aftur með liðið í hæstu hæðir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. 3. júlí 2020 08:15 Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Leroy Sané verður leikmaður Bayern Munich á næstu leiktíð. 30. júní 2020 17:35 Guardiola veit að Sane fer: Elska hann svo mikið en hann vill fara á nýjar slóðir Þýski knattspyrnumaðurinn Leroy Sane er staðráðinn í að yfirgefa Manchester City og hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu 12 mánuði. 20. júní 2020 07:00 Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24. maí 2020 17:00 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. 3. júlí 2020 08:15
Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Leroy Sané verður leikmaður Bayern Munich á næstu leiktíð. 30. júní 2020 17:35
Guardiola veit að Sane fer: Elska hann svo mikið en hann vill fara á nýjar slóðir Þýski knattspyrnumaðurinn Leroy Sane er staðráðinn í að yfirgefa Manchester City og hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu 12 mánuði. 20. júní 2020 07:00
Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24. maí 2020 17:00
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti