Sancho mun ekki koma í stað Sané Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 12:30 Sancho mun ekki ganga aftur í raðir City. Alexandre Simoes/Getty Images Nú er endanlega búið að staðfesta að Leroy Sané, þýski vængmaðurinn í liði Manchester City, mun ganga til liðs við Bayern München í sumar. Pep Guardiola, þjálfari City, hefur gefið út að félagið muni ekki fylla skarð Sané með hinum unga en öfluga Jadon Sancho. City-liðið valtaði yfir nýkrýnda Englandsmeistara Liverpool í gærkvöld, lokatölur í uppgjöri efstu liða Englands 4-0 á Etihad-vellinum. Mörkin voru nálægt því að vera fimm en mark var dæmt af Riyad Mahrez undir lok leiks eftir að boltinn fór í hönd Phil Foden í aðdraganda marksins. Kevin De Bruyne has been directly involved in 28 goals this season - more than any other player in the #PL#MCILIV pic.twitter.com/SWABcGjmUM— Premier League (@premierleague) July 3, 2020 Í leik gærdagsins voru Raheem Sterling og Phil Foden á sitt hvorum vængnum. Þá voru Bernardo Silva og Riyad Mahrez á varamannabekk liðsins en Pep notar þá einnig á öðrum hvorum kantinum. Svo virðist sem þjálfarinn spænski telji sig ekki þurfa fleiri leikmenn í þessar stöður þó svo að félagið ætli sér að versla í sumar. Sancho – leikmaður Borussia Dortmund og einn efnilegasti leikmaður Evrópu – verður líklega á faraldsfæti í sumar og er talið að hann gæti verið á leið til Manchester. Pep hefur þó tekið fyrir að hann muni koma til City. Félagið hefur ekki áhuga á að fjárfesta í leikmanni sem yfirgaf þá fyrir þremur árum. „Hann ákvað að fara, af hverju ætti hann að vilja koma til baka? Við vildum halda honum eins og við vildum halda Phil Foden og Eric Garcia. Hann ákvað, líkt og Leroy [Sané] nú, að fara,“ sagði Guardiola í viðtali í fyrir Liverpool leikinn. Pep stóð heiðursvörð fyrir Englandsmeistara Liverpool en lið hans sýndi þeim litla virðingu á vellinum.Dave Thompson/Getty Images Þó svo að Pep sé ekki tilbúinn að eyða peningum í Sancho eða mögulega aðra vængmenn þá hefur hann viðurkennt að liðið muni þurfa að versla duglega í sumar. Efst á listanum er miðvörður en Pep virðist endanlega hafa fengið nóg af þeim John Stones og Nicolas Otamendi. Eftir sigurinn í gær eru City með 66 stig í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tuttugu stigum á eftir Liverpool. Liðið getur í besta lagi endað með 84 stig fari svo að það vinni alla sex leikina sem eru eftir. Síðustu tvö ár hefur liðið fengið 100 og 98 stig, það er því ljóst að Pep þarf að bæta hópinn töluvert í sumar ætli hann sér aftur með liðið í hæstu hæðir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. 3. júlí 2020 08:15 Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Leroy Sané verður leikmaður Bayern Munich á næstu leiktíð. 30. júní 2020 17:35 Guardiola veit að Sane fer: Elska hann svo mikið en hann vill fara á nýjar slóðir Þýski knattspyrnumaðurinn Leroy Sane er staðráðinn í að yfirgefa Manchester City og hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu 12 mánuði. 20. júní 2020 07:00 Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24. maí 2020 17:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Nú er endanlega búið að staðfesta að Leroy Sané, þýski vængmaðurinn í liði Manchester City, mun ganga til liðs við Bayern München í sumar. Pep Guardiola, þjálfari City, hefur gefið út að félagið muni ekki fylla skarð Sané með hinum unga en öfluga Jadon Sancho. City-liðið valtaði yfir nýkrýnda Englandsmeistara Liverpool í gærkvöld, lokatölur í uppgjöri efstu liða Englands 4-0 á Etihad-vellinum. Mörkin voru nálægt því að vera fimm en mark var dæmt af Riyad Mahrez undir lok leiks eftir að boltinn fór í hönd Phil Foden í aðdraganda marksins. Kevin De Bruyne has been directly involved in 28 goals this season - more than any other player in the #PL#MCILIV pic.twitter.com/SWABcGjmUM— Premier League (@premierleague) July 3, 2020 Í leik gærdagsins voru Raheem Sterling og Phil Foden á sitt hvorum vængnum. Þá voru Bernardo Silva og Riyad Mahrez á varamannabekk liðsins en Pep notar þá einnig á öðrum hvorum kantinum. Svo virðist sem þjálfarinn spænski telji sig ekki þurfa fleiri leikmenn í þessar stöður þó svo að félagið ætli sér að versla í sumar. Sancho – leikmaður Borussia Dortmund og einn efnilegasti leikmaður Evrópu – verður líklega á faraldsfæti í sumar og er talið að hann gæti verið á leið til Manchester. Pep hefur þó tekið fyrir að hann muni koma til City. Félagið hefur ekki áhuga á að fjárfesta í leikmanni sem yfirgaf þá fyrir þremur árum. „Hann ákvað að fara, af hverju ætti hann að vilja koma til baka? Við vildum halda honum eins og við vildum halda Phil Foden og Eric Garcia. Hann ákvað, líkt og Leroy [Sané] nú, að fara,“ sagði Guardiola í viðtali í fyrir Liverpool leikinn. Pep stóð heiðursvörð fyrir Englandsmeistara Liverpool en lið hans sýndi þeim litla virðingu á vellinum.Dave Thompson/Getty Images Þó svo að Pep sé ekki tilbúinn að eyða peningum í Sancho eða mögulega aðra vængmenn þá hefur hann viðurkennt að liðið muni þurfa að versla duglega í sumar. Efst á listanum er miðvörður en Pep virðist endanlega hafa fengið nóg af þeim John Stones og Nicolas Otamendi. Eftir sigurinn í gær eru City með 66 stig í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tuttugu stigum á eftir Liverpool. Liðið getur í besta lagi endað með 84 stig fari svo að það vinni alla sex leikina sem eru eftir. Síðustu tvö ár hefur liðið fengið 100 og 98 stig, það er því ljóst að Pep þarf að bæta hópinn töluvert í sumar ætli hann sér aftur með liðið í hæstu hæðir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. 3. júlí 2020 08:15 Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Leroy Sané verður leikmaður Bayern Munich á næstu leiktíð. 30. júní 2020 17:35 Guardiola veit að Sane fer: Elska hann svo mikið en hann vill fara á nýjar slóðir Þýski knattspyrnumaðurinn Leroy Sane er staðráðinn í að yfirgefa Manchester City og hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu 12 mánuði. 20. júní 2020 07:00 Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24. maí 2020 17:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. 3. júlí 2020 08:15
Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Leroy Sané verður leikmaður Bayern Munich á næstu leiktíð. 30. júní 2020 17:35
Guardiola veit að Sane fer: Elska hann svo mikið en hann vill fara á nýjar slóðir Þýski knattspyrnumaðurinn Leroy Sane er staðráðinn í að yfirgefa Manchester City og hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu 12 mánuði. 20. júní 2020 07:00
Bayern München bætist í baráttuna um Sancho Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa. 24. maí 2020 17:00