Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 31. janúar 2013 11:20 Steinar segir að um sé að ræða klárt brot á reglum um merkingu matvæla. „Það eitt að bæta próteini við vöru gerir hana ekki að hollustuvöru," segir næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson, en hann gagnrýnir markaðssetningu Aktív próteinbita og segir hana brjóta gegn reglugerðum. „Þetta ber keim af orkuríku og sykurmiklu sælgæti. Viðbótarpróteinið gerir vöruna vissulega næringarríkari, en þegar sykurinn er svona mikill er erfitt að réttlæta þetta sem einhverja heilsuvöru." Próteinbitarnir, sem framleiddir eru af Nóa Síríus, eru „handhæg næringarlausn" og „afbragðs kostur til að seðja hungrið á heilbrigðan og gómsætan hátt" samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Aktív og umbúðum bitanna. Enn fremur eru þeir sagðir geta haft „hjartverndandi áhrif". Þessu vísar Steinar á bug og segir að um sé að ræða klárt brot á reglum um merkingu matvæla. „Í reglugerðum um auglýsingu og merkingu matvæla er tekið skýrt fram að ekki megi villa fólki sýn á vörur, er varðar innihald, útlit eða markaðssetningu. Þessi vara er markaðssett sem „góð og holl lausn" fyrir fólk, en hún getur einfaldlega aldrei talist holl."Sælgæti í sauðagæru?Jafnmikill sykur og í Mars-súkkulaðiÁ vefsíðu Steinars ber hann saman næringargildi Aktív bitanna við nokkrar tegundir sælgætis, og þar kemur meðal annars í ljós að Aktív inniheldur jafnmikinn sykur og Mars-súkkulaði, eða 38 grömm af hundrað. „Það er svo lítill munur þarna á milli að það er ekki hægt að kalla annað heilsuvöru og hitt sælgæti. Við erum að reyna að ná tökum á sykurneyslu landans vegna þess að hann er ein af helstu ástæðum þess að við erum ekki í betri holdafarsmálum en raunin er." Steinar segist óska þess að fyrirtæki hætti að ljúga að neytendum þegar kemur að hollustu matvæla. Neytendur séu ekki heimskir, og óvönduð og villandi markaðssetning geri ekki annað en að láta fólk hætta að kaupa vöruna.Steinar segir tæplega hægt að kalla Aktív bitana heilsuvöruvegna sykurmagnsins.Reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla, 5. gr.Merking skal ekki vera blekkjandi fyrir kaupanda eða móttakanda, einkum að því er varðar sérkenni matvælanna, nánar tiltekið eðli þeirra, auðkenni, eiginleika, tegund, samsetningu, þyngd, geymsluþol, uppruna, aðferð við gerð eða framleiðslu. Óheimilt er að:1. eigna matvælum áhrif eða eiginleika sem þau hafa ekki,2. gefa í skyn að matvæli hafi tiltekin sérkenni, ef öll sambærileg matvæli hafa í raun þessi sérkenni,3. eigna matvælum þá eiginleika að fyrirbyggja eða vinna á sjúkdómum manna, hafa lækningarmátt eða að vísa til þess háttar eiginleika.Bönn og takmarkanir, sem um getur í 2. og 3. mgr. gilda einnig um kynningu matvæla, einkum hvað varðar lögun, útlit eða umbúðir, umbúðaefni sem notuð eru, hvernig þeim er komið fyrir og við hvaða aðstæður þau eru höfð til sýnis*, svo og auglýsingar.__________Uppfært kl. 15:42 - Athugasemd frá Nóa Síríusvarðandi sykurinnihald í Aktív próteinbitumAktív er nýr valkostur á markaði fyrir þá sem vilja auka próteinneyslu sína, en Aktív inniheldur hágæða mysuprótein. Í einum Aktív bita eru tæp 2 gr sykurs en magn sykurs í heilum Aktív poka er 38gr. Sem er á mjög svipuðu róli og sykurinnihald í hliðstæðum vörum hér á landi, þar með talið vinsælum próteinstykkjum sem margir þekkja. Í erlendum próteinstykkjum sem seld eru hér á landi má einnig finna sykur. Próteinvörur sem þessar höfða aðallega til fólks sem stundar hreyfingu (þ.e.a.s. fólk sem er aktívt), en sem jafnframt kýs að leyfa sér einstaka góðgæti við og við.Þrátt fyrir að sumir kjósi af ýmsum ástæðum að forðast vörur sem innihalda sykur, þá hafa viðtökur neytenda við Aktív almennt verið mjög góðar. Þykir okkur það benda til að rúm hafi verið fyrir vöru eins og þessa, í bland við aðrar vinsælar vörur af þessu tagi, sem í boði eru á markaðnum. Við erum þakklát fyrir áhuga neytenda á þessari vöru og höfum fengið góðar ábendingar sem við munum ábyggilega nýta okkur í framtíðinni til þess að bæta vöruna.Reglugerðin sem er vísað í í fréttinni er úreld. Ný og enn strangari reglugerð sem við förum eftir er „Upplýsingar um matvæli til neytenda - ný merkingarreglugerð ESB nr. 1169/2011." Með kveðju, Nói Síríus Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
„Það eitt að bæta próteini við vöru gerir hana ekki að hollustuvöru," segir næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson, en hann gagnrýnir markaðssetningu Aktív próteinbita og segir hana brjóta gegn reglugerðum. „Þetta ber keim af orkuríku og sykurmiklu sælgæti. Viðbótarpróteinið gerir vöruna vissulega næringarríkari, en þegar sykurinn er svona mikill er erfitt að réttlæta þetta sem einhverja heilsuvöru." Próteinbitarnir, sem framleiddir eru af Nóa Síríus, eru „handhæg næringarlausn" og „afbragðs kostur til að seðja hungrið á heilbrigðan og gómsætan hátt" samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Aktív og umbúðum bitanna. Enn fremur eru þeir sagðir geta haft „hjartverndandi áhrif". Þessu vísar Steinar á bug og segir að um sé að ræða klárt brot á reglum um merkingu matvæla. „Í reglugerðum um auglýsingu og merkingu matvæla er tekið skýrt fram að ekki megi villa fólki sýn á vörur, er varðar innihald, útlit eða markaðssetningu. Þessi vara er markaðssett sem „góð og holl lausn" fyrir fólk, en hún getur einfaldlega aldrei talist holl."Sælgæti í sauðagæru?Jafnmikill sykur og í Mars-súkkulaðiÁ vefsíðu Steinars ber hann saman næringargildi Aktív bitanna við nokkrar tegundir sælgætis, og þar kemur meðal annars í ljós að Aktív inniheldur jafnmikinn sykur og Mars-súkkulaði, eða 38 grömm af hundrað. „Það er svo lítill munur þarna á milli að það er ekki hægt að kalla annað heilsuvöru og hitt sælgæti. Við erum að reyna að ná tökum á sykurneyslu landans vegna þess að hann er ein af helstu ástæðum þess að við erum ekki í betri holdafarsmálum en raunin er." Steinar segist óska þess að fyrirtæki hætti að ljúga að neytendum þegar kemur að hollustu matvæla. Neytendur séu ekki heimskir, og óvönduð og villandi markaðssetning geri ekki annað en að láta fólk hætta að kaupa vöruna.Steinar segir tæplega hægt að kalla Aktív bitana heilsuvöruvegna sykurmagnsins.Reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla, 5. gr.Merking skal ekki vera blekkjandi fyrir kaupanda eða móttakanda, einkum að því er varðar sérkenni matvælanna, nánar tiltekið eðli þeirra, auðkenni, eiginleika, tegund, samsetningu, þyngd, geymsluþol, uppruna, aðferð við gerð eða framleiðslu. Óheimilt er að:1. eigna matvælum áhrif eða eiginleika sem þau hafa ekki,2. gefa í skyn að matvæli hafi tiltekin sérkenni, ef öll sambærileg matvæli hafa í raun þessi sérkenni,3. eigna matvælum þá eiginleika að fyrirbyggja eða vinna á sjúkdómum manna, hafa lækningarmátt eða að vísa til þess háttar eiginleika.Bönn og takmarkanir, sem um getur í 2. og 3. mgr. gilda einnig um kynningu matvæla, einkum hvað varðar lögun, útlit eða umbúðir, umbúðaefni sem notuð eru, hvernig þeim er komið fyrir og við hvaða aðstæður þau eru höfð til sýnis*, svo og auglýsingar.__________Uppfært kl. 15:42 - Athugasemd frá Nóa Síríusvarðandi sykurinnihald í Aktív próteinbitumAktív er nýr valkostur á markaði fyrir þá sem vilja auka próteinneyslu sína, en Aktív inniheldur hágæða mysuprótein. Í einum Aktív bita eru tæp 2 gr sykurs en magn sykurs í heilum Aktív poka er 38gr. Sem er á mjög svipuðu róli og sykurinnihald í hliðstæðum vörum hér á landi, þar með talið vinsælum próteinstykkjum sem margir þekkja. Í erlendum próteinstykkjum sem seld eru hér á landi má einnig finna sykur. Próteinvörur sem þessar höfða aðallega til fólks sem stundar hreyfingu (þ.e.a.s. fólk sem er aktívt), en sem jafnframt kýs að leyfa sér einstaka góðgæti við og við.Þrátt fyrir að sumir kjósi af ýmsum ástæðum að forðast vörur sem innihalda sykur, þá hafa viðtökur neytenda við Aktív almennt verið mjög góðar. Þykir okkur það benda til að rúm hafi verið fyrir vöru eins og þessa, í bland við aðrar vinsælar vörur af þessu tagi, sem í boði eru á markaðnum. Við erum þakklát fyrir áhuga neytenda á þessari vöru og höfum fengið góðar ábendingar sem við munum ábyggilega nýta okkur í framtíðinni til þess að bæta vöruna.Reglugerðin sem er vísað í í fréttinni er úreld. Ný og enn strangari reglugerð sem við förum eftir er „Upplýsingar um matvæli til neytenda - ný merkingarreglugerð ESB nr. 1169/2011." Með kveðju, Nói Síríus
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“