Sport

Vigdís bætti Íslandsmet

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vigdís bætti Íslandsmet í dag.
Vigdís bætti Íslandsmet í dag. vísir/frí

Vigdís Jónsdóttir bætti í dag eigið Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH. Mótið fór fram í Kaplakrika í sólskini og við frábærar aðstæður.

Vigdís kastaði 62,58 metra og bætti sitt eigið met um 20 sentímetra. Fyrra metið hafði ekki staðið lengi en Vigdís hafði sett það í byrjun mánaðarins. Þá var hún að endurheimta metið af Elísabetu Rún Rúnarsdóttir.

Vigdís bætti Íslandsmetið fyrst árið 2014 og var nú að bæta það í ellefta skiptið. Vigdís og Elísabet mættust fyrr í vikunni þar sem Elísabet hafði betur en hún keppti ekki í dag.

Líklegt er að þær stefni báðar á að toppa sig á Meistaramóti Íslands sem fram fer 25. - 26. júlí á Kópavogsvelli og því gæti metið fallið þar í þriðja skiptið í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.