Sport

Vigdís bætti Íslandsmet

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vigdís bætti Íslandsmet í dag.
Vigdís bætti Íslandsmet í dag. vísir/frí

Vigdís Jónsdóttir bætti í dag eigið Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH. Mótið fór fram í Kaplakrika í sólskini og við frábærar aðstæður.

Vigdís kastaði 62,58 metra og bætti sitt eigið met um 20 sentímetra. Fyrra metið hafði ekki staðið lengi en Vigdís hafði sett það í byrjun mánaðarins. Þá var hún að endurheimta metið af Elísabetu Rún Rúnarsdóttir.

Vigdís bætti Íslandsmetið fyrst árið 2014 og var nú að bæta það í ellefta skiptið. Vigdís og Elísabet mættust fyrr í vikunni þar sem Elísabet hafði betur en hún keppti ekki í dag.

Líklegt er að þær stefni báðar á að toppa sig á Meistaramóti Íslands sem fram fer 25. - 26. júlí á Kópavogsvelli og því gæti metið fallið þar í þriðja skiptið í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.