Tónlist

Föstudagsplaylisti VHS

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
VHS á ferð og flugi.
VHS á ferð og flugi.

Uppistandshópurinn VHS, sem samanstendur af Stefáni Ingvari Vigfússyni, Villa Neto og Hákoni Erni Helgasyni, setti saman föstudagslagalista Vísis að þessu sinni.

Þeir eru að fara að frumsýna sýninguna VHS biðst forláts í Tjarnarbíói þann 4. júlí. Þetta er önnur sýning þeirra, en sú fyrri sem kallaðist Endurmenntun var sýnd víðs vegar um land og send út á miðlum RÚV um jólin.

Þeir eru ekki við eina fjölina felldir en Hákon en hann vinnur með Önnulísu úr sveitinni K.óla í verkefninu Annalísa. Villi er m.a. kunnugur fyrir myndbönd sín á samfélagsmiðlum en dýrkar einnig tónlistarmyndbönd, vill ólmur leika í þeim og hefur ástríðu fyrir að leikstýra þeim.

„Slakaðu á og hlustaðu á sumarið með föstudagsplaylista VHS. Þú þarft bara að komast hingað - og ekki mikið lengra,“ sögðu þeir kumpánar um listann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.