Sport

Lærisveinn Vésteins með lengsta kast ársins

Sindri Sverrisson skrifar
Daniel Ståhl er fremsti kringlukastari heims. Hann hefur lengi æft undir handleiðslu Vésteins Hafsteinssonar.
Daniel Ståhl er fremsti kringlukastari heims. Hann hefur lengi æft undir handleiðslu Vésteins Hafsteinssonar. VÍSIR/GETTY

Sænski kringlukastarinn Daniel Ståhl átti risakast á frjálsíþróttamóti í Helsingborg í dag og kom sér í efsta sæti heimslistans yfir lengstu köst ársins.

Ståhl kastaði 70,23 metra í dag. Hann hefur lengst kastað 71,86 metra, í fyrra, en það er fjórða besta kast sögunnar og það lengsta í heiminum frá því árið 2008.

Ståhl, sem er þjálfaður af Vésteini Hafsteinssyni, virðist því í góðu formi nú í upphafi tímabils en í lok maí kastaði hann 71,20 metra á æfingu, í meðvindi. Hann hóf hins vegar keppnistímabilið á því að kasta „aðeins“ 65,92 metra á móti í Osló fyrir tíu dögum. „Mér var of heitt í hamsi. Ég var með svo mikla orku í kroppnum að tæknin fór út um þúfur hjá mér,“ sagði Ståhl eftir það mót.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.