Þurfa að skipta um stöð til að geta séð allan leikinn með Gylfa og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Norwich í öðrum leik sínum eftir hlé en sá fyrsti verður á móti Liverpool. EPA-EFE/Peter Powell Allir leikir verða sýndir beint á breskum sjónvarpsstöðvum þegar enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir kórónuveirufaraldur. Sky Sports hefur verið með sjónvarpsréttinn í Bandaríkjunum ásamt BT Sport og Amazon Prime Video en breska ríkisútvarpið hefur verið með samantektarþættina Match of the Day og Match of the Day 2. Vegna þeirrar kröfu að sýna alla leiki beint þar sem áhorfendur eru bannaðir á leikjunum út af smithættu fékk BBC nokkra leiki til að sýna beint. Það hefur hins vegar skapað vandamál. BBC admit Norwich vs Everton live Premier League coverage is "not ideal" https://t.co/yzU5B3s4E6 pic.twitter.com/hLN3J13AN3— Mirror Football (@MirrorFootball) June 16, 2020 Það var fyrir löngu búið að ákveða alla dagskrána á breska ríkisútvarpinu en menn þar á bæ hafa reynt að troða inn útsendingunum. Fyrsta stóra vandamálið var leikur Norwich City og Everton á Carrow Road sem verður annar leikurinn sem breska ríkisútvarpið sýnir beint. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Norwich miðvikudaginn 24. júní næstkomandi og leikurinn verður sýndur á tveimur stöðvum. Ekki á sama tíma og ekki á sitthvorum tíma. Það þarf nefnilega að skipta um stöð til að geta horfa á seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikurinn verður sýndur beint á BBC Two en til að sjá þann síðari þurfa áhorfendur að skipta yfir á BBC One. Ástæðan er að fréttirnar þurfa að komast að á sínum tíma á BBC One og leikurinn getur því ekki byrjað á þeim tíma á þeirri stöð. „Þetta er engin kjörstaða en fréttir eru mjög mikilvægar á þessum tímum,“ sagði heimildarmaður BBC við blaðamann Daily Star. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á breska ríkisútvarpinu er leikur Bournemouth og Crystal Palace á næsta laugardag. Fyrstu tveir leikirnir í ensku úrvalsdeildinni eftir kórónuveirufaraldurinn verða tveir frestaðir leikir sem verða spilaðir annað kvöld. Fyrsta heila umferðin verður svo um helgina. Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Allir leikir verða sýndir beint á breskum sjónvarpsstöðvum þegar enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir kórónuveirufaraldur. Sky Sports hefur verið með sjónvarpsréttinn í Bandaríkjunum ásamt BT Sport og Amazon Prime Video en breska ríkisútvarpið hefur verið með samantektarþættina Match of the Day og Match of the Day 2. Vegna þeirrar kröfu að sýna alla leiki beint þar sem áhorfendur eru bannaðir á leikjunum út af smithættu fékk BBC nokkra leiki til að sýna beint. Það hefur hins vegar skapað vandamál. BBC admit Norwich vs Everton live Premier League coverage is "not ideal" https://t.co/yzU5B3s4E6 pic.twitter.com/hLN3J13AN3— Mirror Football (@MirrorFootball) June 16, 2020 Það var fyrir löngu búið að ákveða alla dagskrána á breska ríkisútvarpinu en menn þar á bæ hafa reynt að troða inn útsendingunum. Fyrsta stóra vandamálið var leikur Norwich City og Everton á Carrow Road sem verður annar leikurinn sem breska ríkisútvarpið sýnir beint. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Norwich miðvikudaginn 24. júní næstkomandi og leikurinn verður sýndur á tveimur stöðvum. Ekki á sama tíma og ekki á sitthvorum tíma. Það þarf nefnilega að skipta um stöð til að geta horfa á seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikurinn verður sýndur beint á BBC Two en til að sjá þann síðari þurfa áhorfendur að skipta yfir á BBC One. Ástæðan er að fréttirnar þurfa að komast að á sínum tíma á BBC One og leikurinn getur því ekki byrjað á þeim tíma á þeirri stöð. „Þetta er engin kjörstaða en fréttir eru mjög mikilvægar á þessum tímum,“ sagði heimildarmaður BBC við blaðamann Daily Star. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á breska ríkisútvarpinu er leikur Bournemouth og Crystal Palace á næsta laugardag. Fyrstu tveir leikirnir í ensku úrvalsdeildinni eftir kórónuveirufaraldurinn verða tveir frestaðir leikir sem verða spilaðir annað kvöld. Fyrsta heila umferðin verður svo um helgina.
Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira