Þurfa að skipta um stöð til að geta séð allan leikinn með Gylfa og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Norwich í öðrum leik sínum eftir hlé en sá fyrsti verður á móti Liverpool. EPA-EFE/Peter Powell Allir leikir verða sýndir beint á breskum sjónvarpsstöðvum þegar enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir kórónuveirufaraldur. Sky Sports hefur verið með sjónvarpsréttinn í Bandaríkjunum ásamt BT Sport og Amazon Prime Video en breska ríkisútvarpið hefur verið með samantektarþættina Match of the Day og Match of the Day 2. Vegna þeirrar kröfu að sýna alla leiki beint þar sem áhorfendur eru bannaðir á leikjunum út af smithættu fékk BBC nokkra leiki til að sýna beint. Það hefur hins vegar skapað vandamál. BBC admit Norwich vs Everton live Premier League coverage is "not ideal" https://t.co/yzU5B3s4E6 pic.twitter.com/hLN3J13AN3— Mirror Football (@MirrorFootball) June 16, 2020 Það var fyrir löngu búið að ákveða alla dagskrána á breska ríkisútvarpinu en menn þar á bæ hafa reynt að troða inn útsendingunum. Fyrsta stóra vandamálið var leikur Norwich City og Everton á Carrow Road sem verður annar leikurinn sem breska ríkisútvarpið sýnir beint. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Norwich miðvikudaginn 24. júní næstkomandi og leikurinn verður sýndur á tveimur stöðvum. Ekki á sama tíma og ekki á sitthvorum tíma. Það þarf nefnilega að skipta um stöð til að geta horfa á seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikurinn verður sýndur beint á BBC Two en til að sjá þann síðari þurfa áhorfendur að skipta yfir á BBC One. Ástæðan er að fréttirnar þurfa að komast að á sínum tíma á BBC One og leikurinn getur því ekki byrjað á þeim tíma á þeirri stöð. „Þetta er engin kjörstaða en fréttir eru mjög mikilvægar á þessum tímum,“ sagði heimildarmaður BBC við blaðamann Daily Star. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á breska ríkisútvarpinu er leikur Bournemouth og Crystal Palace á næsta laugardag. Fyrstu tveir leikirnir í ensku úrvalsdeildinni eftir kórónuveirufaraldurinn verða tveir frestaðir leikir sem verða spilaðir annað kvöld. Fyrsta heila umferðin verður svo um helgina. Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Allir leikir verða sýndir beint á breskum sjónvarpsstöðvum þegar enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir kórónuveirufaraldur. Sky Sports hefur verið með sjónvarpsréttinn í Bandaríkjunum ásamt BT Sport og Amazon Prime Video en breska ríkisútvarpið hefur verið með samantektarþættina Match of the Day og Match of the Day 2. Vegna þeirrar kröfu að sýna alla leiki beint þar sem áhorfendur eru bannaðir á leikjunum út af smithættu fékk BBC nokkra leiki til að sýna beint. Það hefur hins vegar skapað vandamál. BBC admit Norwich vs Everton live Premier League coverage is "not ideal" https://t.co/yzU5B3s4E6 pic.twitter.com/hLN3J13AN3— Mirror Football (@MirrorFootball) June 16, 2020 Það var fyrir löngu búið að ákveða alla dagskrána á breska ríkisútvarpinu en menn þar á bæ hafa reynt að troða inn útsendingunum. Fyrsta stóra vandamálið var leikur Norwich City og Everton á Carrow Road sem verður annar leikurinn sem breska ríkisútvarpið sýnir beint. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Norwich miðvikudaginn 24. júní næstkomandi og leikurinn verður sýndur á tveimur stöðvum. Ekki á sama tíma og ekki á sitthvorum tíma. Það þarf nefnilega að skipta um stöð til að geta horfa á seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikurinn verður sýndur beint á BBC Two en til að sjá þann síðari þurfa áhorfendur að skipta yfir á BBC One. Ástæðan er að fréttirnar þurfa að komast að á sínum tíma á BBC One og leikurinn getur því ekki byrjað á þeim tíma á þeirri stöð. „Þetta er engin kjörstaða en fréttir eru mjög mikilvægar á þessum tímum,“ sagði heimildarmaður BBC við blaðamann Daily Star. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á breska ríkisútvarpinu er leikur Bournemouth og Crystal Palace á næsta laugardag. Fyrstu tveir leikirnir í ensku úrvalsdeildinni eftir kórónuveirufaraldurinn verða tveir frestaðir leikir sem verða spilaðir annað kvöld. Fyrsta heila umferðin verður svo um helgina.
Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira