Tónlist

Föstu­dagspla­ylisti Spaða­bana

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Hljómsveitin var stofnuð á meðan meðlimirnir voru enn á grunnskólaaldri.
Hljómsveitin var stofnuð á meðan meðlimirnir voru enn á grunnskólaaldri. Spaðabani

Spaðabani var að gefa út sína fyrstu plötu í dag, en hún nefnist rokkarabíó. Þrjár 16 ára stúlkur mynda sveitina, þær Oona María Mara, Álfheiður Karlsdóttir og Steinunn Vikar Jónsdóttir.

Sveitin var stofnuð fyrir tveimur árum í tengslum við lokaverkefni Brynhildar Karlsdóttur á öðru ári á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands, en Álfheiður og Brynhildur eru systur. Markmiðið var að valdefla stelpurnar sem voru þá í 9. bekk.

Platan kemur út á vegum listakollektívsins post-dreifingar, en það hefur verið afar virkt í að koma tónlist ungs grasrótarlistafólks á framfæri undanfarin ár.

Þær stöllur settu saman fjörugan föstudagsplaylista fyrir Vísi, en þar má meðal annars finna sígræna menntaskólabangera með böndum á borð við Le Tigre, Peaches og The Knife í bland við nýrra stöff.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.