Föstudagsplaylisti Brynhildar Karlsdóttur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 25. október 2019 12:30 Hórmónar á hörkusnúning. Ian Young Brynhildi er margt til lista lagt, útskrifaður sviðshöfundur sem vakti mikla athygli með hljómsveit sinni Hórmónum, umsjónarmaður nýlegrar útvarpsþáttaraðar um pönk á Íslandi, auk þess sem að vera danshöfundur og skáld. Hórmónar, sem hafa nú lagst í dvala vegna annarra anna meðlimanna, voru tilnefnd til fjögurra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum síðasta vor, þar á meðal Brynhildur sem söngkona ársins. „Ég fæ oft þráhyggju fyrir einhverju lagi yfir eitthvað ákveðið tímabil og hlusta á það aftur og aftur og aftur eins og unglingur, meðleigjanda mínum og vinum til mikils ama,“ segir Brynhildur um lagavalið. Nokkur lög á listanum falli í þennan flokk. Hún nefndi sérstaklega nokkur dæmi um slíka síspilaða smelli.When Your Chances Are Gone með Erick Ellectric heyrði hún fyrst í heimsókn hjá systur sinni í Osló. „Við hlustuðum á það og sungum hástöfum með „Who’s gonna love you when your cancer is gone“ en komumst svo að því okkur til mikilla vonbrigða að textinn er „Who’s gonna love you when your chances are gone“.“ Hún segist hafa hlustað hundrað á sinnum á plötuna Vesæl í kuldanum með Kef Lavík, en lokalagið Lifum Alltaf // Keflavíkurnætur III hafi hitt á einhverja taug. „Í hvert skipti fæ ég einhvern óræðan sting í hjartað og tár í augun í þessu síðasta lagi.“ Að lokum nefnir hún lagið More Than This með Roxy Music, sem hún segist hafa hlustað daglega á þegar hún bjó út í Prag og var svolítið einmana. „Tilfinningin í laginu finnst mér vera einmanaleiki og vonleysi en samt sem áður einhver sátt. Svolítið fallegt. Ég tengi þetta lag reyndar núna við ákveðna manneskju svo meiningin hefur aðeins breyst fyrir mér, eins og gerist.“ Einhver lög á listanum séu svona, þau eigi sér sögu eða hún hafi orðið hugfangin af þeim. „En svo eru líka önnur lög sem mér finnst bara ógeðslega svöl og gaman að dilla sér við.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Brynhildi er margt til lista lagt, útskrifaður sviðshöfundur sem vakti mikla athygli með hljómsveit sinni Hórmónum, umsjónarmaður nýlegrar útvarpsþáttaraðar um pönk á Íslandi, auk þess sem að vera danshöfundur og skáld. Hórmónar, sem hafa nú lagst í dvala vegna annarra anna meðlimanna, voru tilnefnd til fjögurra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum síðasta vor, þar á meðal Brynhildur sem söngkona ársins. „Ég fæ oft þráhyggju fyrir einhverju lagi yfir eitthvað ákveðið tímabil og hlusta á það aftur og aftur og aftur eins og unglingur, meðleigjanda mínum og vinum til mikils ama,“ segir Brynhildur um lagavalið. Nokkur lög á listanum falli í þennan flokk. Hún nefndi sérstaklega nokkur dæmi um slíka síspilaða smelli.When Your Chances Are Gone með Erick Ellectric heyrði hún fyrst í heimsókn hjá systur sinni í Osló. „Við hlustuðum á það og sungum hástöfum með „Who’s gonna love you when your cancer is gone“ en komumst svo að því okkur til mikilla vonbrigða að textinn er „Who’s gonna love you when your chances are gone“.“ Hún segist hafa hlustað hundrað á sinnum á plötuna Vesæl í kuldanum með Kef Lavík, en lokalagið Lifum Alltaf // Keflavíkurnætur III hafi hitt á einhverja taug. „Í hvert skipti fæ ég einhvern óræðan sting í hjartað og tár í augun í þessu síðasta lagi.“ Að lokum nefnir hún lagið More Than This með Roxy Music, sem hún segist hafa hlustað daglega á þegar hún bjó út í Prag og var svolítið einmana. „Tilfinningin í laginu finnst mér vera einmanaleiki og vonleysi en samt sem áður einhver sátt. Svolítið fallegt. Ég tengi þetta lag reyndar núna við ákveðna manneskju svo meiningin hefur aðeins breyst fyrir mér, eins og gerist.“ Einhver lög á listanum séu svona, þau eigi sér sögu eða hún hafi orðið hugfangin af þeim. „En svo eru líka önnur lög sem mér finnst bara ógeðslega svöl og gaman að dilla sér við.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira