Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 11:07 Li Keqiang forsætisráðherra Kína, á stórum sjónvarpsskjá í Hong Kong. EPA/JEROME FAVRE Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. Þeir vara Bandaríkin sömuleiðis við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöðvar og segja það geta komið í bakið á Bandaríkjunum. Fjölmörg bandarísk fyrirtæki reka útibú í Hong Kong. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kynna í dag viðbrögð ríkisstjórnar hans við ástandinu í Hong Kong. Meðal annars fela umrædd lög í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Vísað er til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Íhuga að svipta Hong Kong fríðindum Frá bæjardyrum Bandaríkjanna kemur meðal annars til greina að svipta Hong Kong ákveðnum fríðindum frá Bandaríkjunum sem styrkja stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð í sessi. Það gæti komið niður á efnahagi Kína. Árið 1997, þegar Bretar færðu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong samsvaraði efnahagur eyjunnar 18,4 prósentum af vergri landsframleiðslu Kína. Í dag er hlutfallið um 2,7 prósent. Þrátt fyrir það skiptir Hong Kong miklu máli þar sem eyjan hefur um árabil verið nokkurs konar hlið vestursins til Kína og gífurlegt fjármagn hefur farið þar um. Yfirvöld Kína nota Hong til að laða að erlendar fjárfestingar og alþjóðleg fyrirtæki nota Hong Kong sem stökkpall inn í Kína. Fram kemur í umfjöllun Reuters að árið 2018 komu um 60 prósent af erlendum fjárfestingum í Kína í gegnum Hong Kong. Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína segja að öryggislögin muni ekki koma niður á sjálfstæði Hong Kong og að réttindi erlendra fjárfesta yrðu tryggð. Bandaríkin hafa lengi veitt Hong Kong ákveðin fríðindi sem eru þó bundin sjálfstæði eyjunnar. Samkomulagið á milli Bretlands og Kína sagði til um að íbúar Hong Kong myndu áfram njóta réttinda eins og málfrelsis og sjálfstæðra dómstóla, sem íbúar meginlands Kína njóta ekki. Kerfi þetta kallaðist „Eitt ríki, tvö kerfi“. Óttast er að yfirvöld Kína séu að grafa undan þessu fyrirkomulagi og hafa ýmis ríki heims og mannréttindasamtök lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í Hong Kong. Hong Kong Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. Þeir vara Bandaríkin sömuleiðis við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöðvar og segja það geta komið í bakið á Bandaríkjunum. Fjölmörg bandarísk fyrirtæki reka útibú í Hong Kong. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kynna í dag viðbrögð ríkisstjórnar hans við ástandinu í Hong Kong. Meðal annars fela umrædd lög í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Vísað er til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Íhuga að svipta Hong Kong fríðindum Frá bæjardyrum Bandaríkjanna kemur meðal annars til greina að svipta Hong Kong ákveðnum fríðindum frá Bandaríkjunum sem styrkja stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð í sessi. Það gæti komið niður á efnahagi Kína. Árið 1997, þegar Bretar færðu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong samsvaraði efnahagur eyjunnar 18,4 prósentum af vergri landsframleiðslu Kína. Í dag er hlutfallið um 2,7 prósent. Þrátt fyrir það skiptir Hong Kong miklu máli þar sem eyjan hefur um árabil verið nokkurs konar hlið vestursins til Kína og gífurlegt fjármagn hefur farið þar um. Yfirvöld Kína nota Hong til að laða að erlendar fjárfestingar og alþjóðleg fyrirtæki nota Hong Kong sem stökkpall inn í Kína. Fram kemur í umfjöllun Reuters að árið 2018 komu um 60 prósent af erlendum fjárfestingum í Kína í gegnum Hong Kong. Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína segja að öryggislögin muni ekki koma niður á sjálfstæði Hong Kong og að réttindi erlendra fjárfesta yrðu tryggð. Bandaríkin hafa lengi veitt Hong Kong ákveðin fríðindi sem eru þó bundin sjálfstæði eyjunnar. Samkomulagið á milli Bretlands og Kína sagði til um að íbúar Hong Kong myndu áfram njóta réttinda eins og málfrelsis og sjálfstæðra dómstóla, sem íbúar meginlands Kína njóta ekki. Kerfi þetta kallaðist „Eitt ríki, tvö kerfi“. Óttast er að yfirvöld Kína séu að grafa undan þessu fyrirkomulagi og hafa ýmis ríki heims og mannréttindasamtök lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í Hong Kong.
Hong Kong Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19
Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57
Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57
Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“