Tekur UFC fram yfir Bellator: Líklegra að maður mæti gæja sem notar ekki stera Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 19:00 Gunnar Nelson var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Gunnar Nelson á einn bardaga eftir af núgildandi samningi sínum við UFC bardagasambandið en vonast til að fá nýjan samning og hefur ekki í hyggju að snúa sér til Bellator bardagasambandsins. Betur sé staðið að málum hjá UFC, til að mynda varðandi lyfjaeftirlit. Gunnar segist ekki hafa rætt við UFC um nýjan samning og að í því ástandi sem hafi skapast vegna kórónuveirufaraldursins viti hann ekki hvað taki við. „Við erum í raun ekki búin að ræða framhaldið neitt. Við höfum í raun haft voðalega lítið samband við þá, og þeir við okkur, á þessum tímum. Ég veit því ekki alveg hvað koma skal. Auðvitað er ég bara að vonast til að við semjum aftur, og að við getum tekið nokkra slagi í viðbót,“ sagði Gunnar í Sportinu í dag. Henry Birgir Gunnarsson spurði hann út í Bellator, og sögur þess efnis að sambandið væri tilbúið að borga betur en UFC, en það var á Gunnari að heyra að mikið þyrfti til þess að hann færi frekar til Bellator. „Mér finnst UFC vera stigi fyrir ofan [Bellator] þó að það séu margir sem að gætu vel krossað á milli. Það sem er þó fyrst og fremst er að það er betra og meira „professional“ utanumhald hvað varðar lyfjapróf og slíkt í UFC. Mikið öflugra. Ég er hlynntur því og ég er ekki að fara að taka stera, en ég geri ráð fyrir því að það séu helvíti margir í Bellator að taka stera, og svo sem örugglega í UFC líka. Ég treysti því frekar að í UFC fari ég á móti einhverjum gæja sem er „clean“ [ekki búinn að nota stera],“ sagði Gunnar, og benti á að hann væri tekinn í lyfjapróf um það bil sjö sinnum á ári vegna samnings síns við UFC. Klippa: Sportið í dag - Gunnar segir lyfjaeftirlitið best hjá UFC og vill vera þar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. MMA Sportið í dag Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Gunnar Nelson á einn bardaga eftir af núgildandi samningi sínum við UFC bardagasambandið en vonast til að fá nýjan samning og hefur ekki í hyggju að snúa sér til Bellator bardagasambandsins. Betur sé staðið að málum hjá UFC, til að mynda varðandi lyfjaeftirlit. Gunnar segist ekki hafa rætt við UFC um nýjan samning og að í því ástandi sem hafi skapast vegna kórónuveirufaraldursins viti hann ekki hvað taki við. „Við erum í raun ekki búin að ræða framhaldið neitt. Við höfum í raun haft voðalega lítið samband við þá, og þeir við okkur, á þessum tímum. Ég veit því ekki alveg hvað koma skal. Auðvitað er ég bara að vonast til að við semjum aftur, og að við getum tekið nokkra slagi í viðbót,“ sagði Gunnar í Sportinu í dag. Henry Birgir Gunnarsson spurði hann út í Bellator, og sögur þess efnis að sambandið væri tilbúið að borga betur en UFC, en það var á Gunnari að heyra að mikið þyrfti til þess að hann færi frekar til Bellator. „Mér finnst UFC vera stigi fyrir ofan [Bellator] þó að það séu margir sem að gætu vel krossað á milli. Það sem er þó fyrst og fremst er að það er betra og meira „professional“ utanumhald hvað varðar lyfjapróf og slíkt í UFC. Mikið öflugra. Ég er hlynntur því og ég er ekki að fara að taka stera, en ég geri ráð fyrir því að það séu helvíti margir í Bellator að taka stera, og svo sem örugglega í UFC líka. Ég treysti því frekar að í UFC fari ég á móti einhverjum gæja sem er „clean“ [ekki búinn að nota stera],“ sagði Gunnar, og benti á að hann væri tekinn í lyfjapróf um það bil sjö sinnum á ári vegna samnings síns við UFC. Klippa: Sportið í dag - Gunnar segir lyfjaeftirlitið best hjá UFC og vill vera þar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
MMA Sportið í dag Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00