Sport

Leikmenn tjá sig um ástandið

Ísak Hallmundarson skrifar
Cristiano Ronaldo og félagar sátu í efsta sæti ítölsku deildarinnar þegar öllu var frestað fram í apríl
Cristiano Ronaldo og félagar sátu í efsta sæti ítölsku deildarinnar þegar öllu var frestað fram í apríl vísir/getty
Kórónuveirufaraldurinn sem hefur geysað um heiminn undanfarinn mánuð hefur heldur betur sett mark sitt á íþróttalíf í heiminum. Öllum vinsælustu íþróttadeildum heims hefur verið frestað í það minnsta fram í byrjun apríl.

Íþróttaviðburðir sem margir hverjir hafa alist upp við að fylgjast með á hverju ári eru nú í mikilli óvissu eins og annað í samfélaginu.

Má þar nefna Meistaradeild Evrópu í fótbolta, úrslitakeppnina í NBA-deildinni í körfubolta og stórmót í golfi, auk þess sem allar stærstu deildir fótboltans hafa verið settar á ís í bili.

Þetta hefur eflaust hvað mest áhrif á íþróttafólkið sjálft. Hér að neðan má sjá hvað það hefur að segja um stöðu mála.

Lifandi fótboltagoðsögnin Cristiano Ronaldo hvetur alla til að fara að ráðum sérfræðinga og segir að mannslíf skipti meira máli en allt annað.



LeBron James, af mörgum talinn einn besti körfuboltamaður allra tíma, er ekki hrifinn af því sem komið er af árinu 2020.



Golfarinn Bubba Watson sem hefur tvívegis unnið Masters-mótið, segist styðja ákvörðun PGA um að fresta mótinu sem átti að fara fram í apríl.



Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Chelsea, reynir að gera það besta úr heimverunni.



Hinn magnaði körfuboltaleikmaður Stephen Curry hefur áhyggjur af börnunum og tekur þátt í góðgerðarstarfi.

 









 


Tengdar fréttir

Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár

Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi.

Spænska úrvalsdeildin frestar næstu tveimur umferðum

Spænska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur ákveðið að fresta næstu tveimur umferðum ótímabundið eftir að allir leikmenn Real Madrid voru sendir í sóttkví þar sem leikmaður körfuboltaliðs félagsins hefur greinst með kórónuveirunnar.

Arteta með kórónuveiruna

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×