Sport

Stöð 2 Sport sýnir beint frá nýju pílukastsmóti sem hefst í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Peter Wright varð heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Michael van Gerwen í úrslitaleik HM á nýársdag á þessu ári. Hann keppir á PDC Home Tour sem hefst í kvöld. Sýnt verður beint frá mótinu á Stöð 2 Sport 2.
Peter Wright varð heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Michael van Gerwen í úrslitaleik HM á nýársdag á þessu ári. Hann keppir á PDC Home Tour sem hefst í kvöld. Sýnt verður beint frá mótinu á Stöð 2 Sport 2. vísir/getty

Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt á PDC Home Tour mótinu í pílukasti.

Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport 2. Keppni hefst í kvöld og stendur til 18. maí. Bein útsending hefst alltaf klukkan 18:30.

Um er að ræða nýtt mót þar sem keppendur eru heima í stofu og mætast í gegnum internetið ef svo má segja.

Á hverju kvöldi mætast fjórir keppendur innbyrðis. Sigurvegarinn kemst í útsláttarkeppni. Vinna þarf fimm „leggi“ til að vinna leik.

Heimsmeistarinn Peter „Snakebite“ Wright keppir í fyrsta riðlinum í kvöld ásamt Peter Jacques, Jamie Lewis og Niels Zonnevald.

Flestir af bestu pílukösturum heims taka þátt í PDC Home Tour. Gary Anderson, sem varð heimsmeistari 2015 og 2016, verður þó fjarri góðu gamni því nettengingin heima hjá honum er ekki nógu góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×