Sport

Guðmundur í sjöunda sæti á Nordic móti í Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson lék hringina þrjá á 71, 64 og 72 höggum.
Guðmundur Kristjánsson lék hringina þrjá á 71, 64 og 72 höggum. Getty/Aitor Alcalde

Guðmundur Kristjánsson, Íslandsmeistari í golfi, varð í 7-8. sæti á móti í Barcelona í morgun. Mótið tilheyrir Nordic golf mótaröðinni.

Guðmundur fékk fjóra fugla á lokahringnum en fjórða og níunda holan reyndust afdrifaríkar, hann fékk tvöfaldan skolla á þeim báðum.

Guðmundur lék samtals á 7 höggum undir pari, þremur höggum á eftir sigurvegaranum Jeppe Pape Huldahl sem lék best í dag eða á fimm höggum undir pari.

Bjarki Pétursson varð í 21-23. sæti á tveimur undir pari, Andri Björnsson endaði í 44. sæti. Hann lék vel fyrstu 36 holurnar en spilaði á fjórum höggum yfir pari í dag og samtals á þremur höggum yfir pari.

Haraldur Magnús Franklin og Ragnar Garðarsson kepptu einnig á mótinu í Barcelona en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×