Sport

Sara endaði æfinguna á sjúkrahúsi og daginn með tólf spor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir endaði æfingu gærdagsins inn á sjúkrahúsi þar sem þurfti að sauma tólf spor í fótinn hennar. Hún birti mynd inn á Instagram síðu sinni.
Sara Sigmundsdóttir endaði æfingu gærdagsins inn á sjúkrahúsi þar sem þurfti að sauma tólf spor í fótinn hennar. Hún birti mynd inn á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hafði ekki alveg heppnina með sér á æfingu fyrir Rogue Invitational mótið sem er fram undan í næsta mánuði.

Sara Sigmundsdóttir nældi sér í stóran skurð á vinstri fótlegginn aðeins rúmum þremur vikum fyrir fyrir langþráð CrossFit mót.

Rogue Invitational fer fram 13. til 14. júní næstkomandi en fer í gegnum netið.

Sara er eins og aðrir sem fá að keppa á mótinu á fullu að undirbúa sig en þurfti að drífa sig upp á spítala eftir þetta slys á æfingu.

Söru tókst að slasa sig við að hoppa upp á kassa og þetta var augljóslega ekki mjög þægilegt. Hún fékk sterk viðbrögð á Instagram en yfir 2700 manns hafa tjáð sig undir færsluna.

Það þurfti að sauma tólf spor í vinstri fótlegginn. Sara hafði húmor fyrir þessu og kallaði sig mesta klaufann í CrossFit undir myndinni.

Hún sýndi líka mynd af saumunum sem voru í laginu eins og V sem Sara sagði auðvitað að stæði fyrir Victory eða sigur á íslensku.

Hér fyrir neðan má sjá færslu Söru á Instagram þar sem sjá hana á sjúkrabekknum og svo mynd af öllum saumunum á fæti hennar ef menn fletta.

Hún skrifaði við myndina: Af hverju er ég svona?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×