Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 23:41 Angela Merkel og Emmanuel Macron. EPA/ANDREAS GORA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Drögin fela í sér að öll 27 ríki Evrópusambandsins komi að sjóðinum og framkvæmdastjórnin dreifi úr honum með styrkjum. Með því hefur Merkel gefið eftir kröfur nágrannaríkja Þýskalands um að fjárhagsaðstoð vegna faraldursins komi í formi styrkja en ekki lána. Macron hefur einnig látið af kröfum sínum en hann hafði farið fram á að neyðarsjóðurinn yrði ein billjón evra. Miklar deilur hafa átt sér stað meðal aðildarríkja ESB að undanförnu varðandi sameiginlegar efnahagsaðgerðir. Að mestu hafa þær deilur snúist um það hvort neyðaraðstoð vegna faraldursins eigi að vera í formi lána eða styrkja. Ríkari ríki Evrópu hafa sett sig á móti því að aðstoðin verði í formi styrkja og hafa Þjóðverjar og Hollendingar verið í forsvari fyrir þann hóp. Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Öll aðildarríki ESB þyrftu þó að samþykkja drögin og eins og bent er á í frétt Politico er óljóst að slík samstaða náist. Forsvarsmenn ríkja eins og Austurríkis, Hollands og Finnlands, hafa verið á móti styrkjum og munu líklega mótmæla tillögunum. Fyrr í dag tísti Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, eftir viðræður við ráðamenn í Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Hann sagði ríkisstjórn sína ekki hafa breytt stefnu sinni. Austurríki væri tilbúið til að aðstoða aðrar þjóðir ESB með lánum. Our position remains unchanged. We are ready to help most affected countries with loans. We expect the updated #MFF to reflect the new priorities rather than raising the ceiling.— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) May 18, 2020 Það er þó ljóst að tilkynning Merkel og Macron þýðir að ákveðnum áfanga hafi verið náð. Í yfirlýsingu sagði Merkel mikilvægt að óvenjulegar aðstæður kalli eftir óvenjulegum aðgerðum. Macron sló á svipaða strengi og sagði aðstæðurnar fordæmalausar. „Veiran virðir ekki landamæri og hefur haft áhrif á alla Evrópu,“ sagði hann. Fyrr í þessum mánuði varaði framkvæmdastjórn ESB við því að útlit væri fyrir gífurlegan samdrátt í sambandinu. Sjá einnig: Vara við mesta samdrætti í sögu ESB Til stendur að leggja fram fullunnar tillögur að neyðarsjóðnum í næstu viku og verður það framkvæmdastjórnin sem gerir það. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ítrekaði í kvöld, samkvæmt frétt BBC, að vandi ESB væri mikill. Sá vandi er hvað mestur í sunnanverðri Evrópu og þá sérstaklega á Spáni og Ítalíu. Bæði ríkin hafa orðið harkalega fyrir barðinu á faraldrinum og sömuleiðis reiða bæði ríkin á ferðaþjónustu. Sá iðnaður er nú í miklum dvala og er óvíst hvenær hann kemst á skrið á nýjan leik. Einhverjir sérfræðingar segja að það verði í minnsta lagi þar til bóluefni við Covid-19 verður klárt. Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Drögin fela í sér að öll 27 ríki Evrópusambandsins komi að sjóðinum og framkvæmdastjórnin dreifi úr honum með styrkjum. Með því hefur Merkel gefið eftir kröfur nágrannaríkja Þýskalands um að fjárhagsaðstoð vegna faraldursins komi í formi styrkja en ekki lána. Macron hefur einnig látið af kröfum sínum en hann hafði farið fram á að neyðarsjóðurinn yrði ein billjón evra. Miklar deilur hafa átt sér stað meðal aðildarríkja ESB að undanförnu varðandi sameiginlegar efnahagsaðgerðir. Að mestu hafa þær deilur snúist um það hvort neyðaraðstoð vegna faraldursins eigi að vera í formi lána eða styrkja. Ríkari ríki Evrópu hafa sett sig á móti því að aðstoðin verði í formi styrkja og hafa Þjóðverjar og Hollendingar verið í forsvari fyrir þann hóp. Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Öll aðildarríki ESB þyrftu þó að samþykkja drögin og eins og bent er á í frétt Politico er óljóst að slík samstaða náist. Forsvarsmenn ríkja eins og Austurríkis, Hollands og Finnlands, hafa verið á móti styrkjum og munu líklega mótmæla tillögunum. Fyrr í dag tísti Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, eftir viðræður við ráðamenn í Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Hann sagði ríkisstjórn sína ekki hafa breytt stefnu sinni. Austurríki væri tilbúið til að aðstoða aðrar þjóðir ESB með lánum. Our position remains unchanged. We are ready to help most affected countries with loans. We expect the updated #MFF to reflect the new priorities rather than raising the ceiling.— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) May 18, 2020 Það er þó ljóst að tilkynning Merkel og Macron þýðir að ákveðnum áfanga hafi verið náð. Í yfirlýsingu sagði Merkel mikilvægt að óvenjulegar aðstæður kalli eftir óvenjulegum aðgerðum. Macron sló á svipaða strengi og sagði aðstæðurnar fordæmalausar. „Veiran virðir ekki landamæri og hefur haft áhrif á alla Evrópu,“ sagði hann. Fyrr í þessum mánuði varaði framkvæmdastjórn ESB við því að útlit væri fyrir gífurlegan samdrátt í sambandinu. Sjá einnig: Vara við mesta samdrætti í sögu ESB Til stendur að leggja fram fullunnar tillögur að neyðarsjóðnum í næstu viku og verður það framkvæmdastjórnin sem gerir það. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ítrekaði í kvöld, samkvæmt frétt BBC, að vandi ESB væri mikill. Sá vandi er hvað mestur í sunnanverðri Evrópu og þá sérstaklega á Spáni og Ítalíu. Bæði ríkin hafa orðið harkalega fyrir barðinu á faraldrinum og sömuleiðis reiða bæði ríkin á ferðaþjónustu. Sá iðnaður er nú í miklum dvala og er óvíst hvenær hann kemst á skrið á nýjan leik. Einhverjir sérfræðingar segja að það verði í minnsta lagi þar til bóluefni við Covid-19 verður klárt.
Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira