Fimm íslensk ungmenni inn á topp tíu listum í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 14:15 Mynd/FRÍ Íslensk frjálsíþróttakrakkar hafa náð frábærum árangri á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Alþjóðlegir titlar ungmenna, Íslandsmeistaratitlar og Íslandsmet í fullorðinsflokki hafa fallið í skaut krakka sem enn eru gjaldgeng í flokki unglinga. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skoðað betur árangur íslensku krakkanna og þá sérstaklega miðað við afrekalista í Evrópu. Ef Evrópulistar eru skoðaðir þá má sjá að fimm íslenskir krakkar eru á meðal tíu efstu í sínum aldursflokk. Íslendingar geta því sannarlega státað sig af ungmennum sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu. Efst er Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem er önnur á Evrópulistanum í sleggjukasti stúlkna yngri en 18 ára. Þegar árangur með 4 kílóa kvennasleggju er skoðaður þá er hún efst. Þar er árangur hennar 62,16 metrar sem er Íslandsmetið í greininni. Næst er Erna Sóley Gunnarsdóttir sem er þriðja á lista í kúluvarpi yngri en 20 ára. Lengsta kast hennar er 16,13 metrar og er það aldursflokkamet 18-19 ára og 20-22 ára. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er með Íslandsmeti sínu í 200 metra hlaupi, 23,45 sekúndur, í fjórða sæti Evrópulistans yngri en 20 ára. Fyrir Íslandsmet sitt í 100 metra hlaupi er hún í fimmta sæti. Íslandsmet hennar í þeirri grein er 11,56 sekúndur. Birna Kristín Kristjánsdóttir bætti um helgina eigið aldursflokkamet í langstökki 16-17 ára þegar hún stökk 6,12 metra. Það er sjöundi besti árangur fyrir stúlkur yngri en 18 ára í Evrópu það sem af er ári.Tiana Ósk Whitworth, sem um helgina bætti 15 ára gamalt Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur áður en að Guðbjörg Jóna bætti það stuttu seinna, er í áttunda sæti yngri en 20 ára fyrir árangur sinn í 100 metra hlaupi. Tími hennar er 11,57 sekúndur, aðeins 1/100 úr sekúndu lakari en tími Guðbjargar. Í 200 metra hlaupi á Tiana best 23,79 sekúndur sem er tólfti besti árangur stúlku yngri en 20 ára í Evrópu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heiminn sé hans Golf Fleiri fréttir Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heiminn sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Íslensk frjálsíþróttakrakkar hafa náð frábærum árangri á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Alþjóðlegir titlar ungmenna, Íslandsmeistaratitlar og Íslandsmet í fullorðinsflokki hafa fallið í skaut krakka sem enn eru gjaldgeng í flokki unglinga. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skoðað betur árangur íslensku krakkanna og þá sérstaklega miðað við afrekalista í Evrópu. Ef Evrópulistar eru skoðaðir þá má sjá að fimm íslenskir krakkar eru á meðal tíu efstu í sínum aldursflokk. Íslendingar geta því sannarlega státað sig af ungmennum sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu. Efst er Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem er önnur á Evrópulistanum í sleggjukasti stúlkna yngri en 18 ára. Þegar árangur með 4 kílóa kvennasleggju er skoðaður þá er hún efst. Þar er árangur hennar 62,16 metrar sem er Íslandsmetið í greininni. Næst er Erna Sóley Gunnarsdóttir sem er þriðja á lista í kúluvarpi yngri en 20 ára. Lengsta kast hennar er 16,13 metrar og er það aldursflokkamet 18-19 ára og 20-22 ára. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er með Íslandsmeti sínu í 200 metra hlaupi, 23,45 sekúndur, í fjórða sæti Evrópulistans yngri en 20 ára. Fyrir Íslandsmet sitt í 100 metra hlaupi er hún í fimmta sæti. Íslandsmet hennar í þeirri grein er 11,56 sekúndur. Birna Kristín Kristjánsdóttir bætti um helgina eigið aldursflokkamet í langstökki 16-17 ára þegar hún stökk 6,12 metra. Það er sjöundi besti árangur fyrir stúlkur yngri en 18 ára í Evrópu það sem af er ári.Tiana Ósk Whitworth, sem um helgina bætti 15 ára gamalt Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur áður en að Guðbjörg Jóna bætti það stuttu seinna, er í áttunda sæti yngri en 20 ára fyrir árangur sinn í 100 metra hlaupi. Tími hennar er 11,57 sekúndur, aðeins 1/100 úr sekúndu lakari en tími Guðbjargar. Í 200 metra hlaupi á Tiana best 23,79 sekúndur sem er tólfti besti árangur stúlku yngri en 20 ára í Evrópu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heiminn sé hans Golf Fleiri fréttir Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heiminn sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira