Innlent

Íbúar andvígir vínveitingum

Grímsbær Eigandi nýs pitsustaðar vill vínveitingaleyfi til ellefu á kvöldin.
Grímsbær Eigandi nýs pitsustaðar vill vínveitingaleyfi til ellefu á kvöldin.

Fjöldi íbúa í nágrenni við verslunarmiðstöðina Grímsbæ í Fossvogi hefur mótmælt því að nýjum pitsustað þar í húsinu verði heimilt að vera með vínveitingar.

Samkvæmt umsókn Ellerts Á. Ingmundarsonar leikara, sem á pitsutaðinn Eldofninn í Grímsbæ og býr sjálfur í Fossvoginum, er óskað eftir vínveitingaleyfi til klukkan ellefu á kvöldin. Samtals 62 íbúar í Efstalandi og Gautlandi, sem eru næstu íbúagötur við Grímsbæ, segjast alfarið andvígir því að leyfið verði veitt. Slíkur vínveitingastaður eigi alls ekki heima í verslunar- og þjónustumiðstöð hverfisins. Málið er nú komið til skipulagsráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×