Kolbeinn átti að æfa með Fury fyrir bardagann við Wilder Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2020 09:00 Kolbeinn hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður. mynd/aðsend Kolbeinn Kristinsson, annar af tveimur íslensku atvinnuboxurunum, átti að æfa með Tyson Fury í aðdraganda bardaga hans við Deontay Wilder.Fury sigraði Wilder í sannkölluðum risabardaga á laugardaginn. Fyrir bardagann skipti Fury um þjálfara og byrjaði að æfa hjá Javan „SugarHill“ Stewart í hinni goðsagnakenndu Kronk æfingastöð í Detroit í Bandaríkjunum. SugarHill er einnig þjálfari Kolbeins og til stóð að hann myndi hjálpa Fury að undirbúa sig fyrir bardagann stóra. „Ég átti upphaflega að fara í æfingabúðirnar með Fury. Ég átti að fara út þegar það voru þrjár vikur í bardagann en þá sagðist SugarHill ætla að geyma mig. Tyson væri að berja alla í klessu í æfingabúðunum og ég myndi ekki fá neitt út úr því að koma nema að verða laminn. Þess vegna fór ég ekki núna en við byrjum örugglega að æfa saman í sumar í Kronk,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi. Hann hefur ekki enn hitt Fury en það gerist væntanlega fyrr en seinna að þeir byrji að æfa saman. „Ég hef oft átt að fara í æfingabúðir með honum en það hefur einhvern veginn alltaf dottið upp fyrir á síðustu stundu,“ sagði Kolbeinn sem heldur utan til Detroit á fimmtudaginn til að undirbúa sig undir næsta bardaga sinn.Eftir úrslit helgarinnar er mikil eftirspurn eftir því Englendingarnir Fury og Anthony Joshua mætist í hringnum. Kolbeinn vill frekar sjá þann bardaga en Fury og Wilder mætast í þriðja sinn.Æfir væntanlega með Fury fyrir Joshua-bardagannTyson Fury og Javan „SugarHill“ Stewart sem er einnig þjálfari Kolbeins.vísir/getty„Ég vil sjá Joshua. Miðað við hvernig þessi bardagi fór eru engin rök fyrir því að taka þriðja bardagann. Þetta er eins og ef þú tapar 5-0 í fótbolta, þú getur ekki beðið um annan leik,“ sagði Kolbeinn og bætti við að bardagi við Fury væri mikilvægur fyrir Joshua. „Hann verður að gera þetta til að fá viðurkenningu sem alvöru meistari. Hann verður að vinna stórt nafn og ég held að þessi bardagi verði að veruleika, þ.e.a.s. ef Joshua vinnur bardagana sem hann þarf að vinna.“ Kolbeinn segir að það yrði spennandi að fá að æfa með Fury fyrir bardagann við Joshua.„Ég er svona 90% viss um að ég verð í þeim æfingabúðum. Hann talaði um að hann vildi hafa mig frá byrjun í næstu æfingabúðum Furys.“ Box Tengdar fréttir Fury sýndi snilli sína gegn Wilder Tyson Fury tók heimsmeistaratitilinn af Deontay Wilder. 23. febrúar 2020 10:30 „Fólk horfir á bumbuna á mér og skallann og heldur að ég geti ekki barist“ Tyson Fury var í miklum ham í bardaganum gegn Deontay Wilder og einnig eftir hann. 23. febrúar 2020 11:52 Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu. 24. febrúar 2020 07:00 „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Kolbeinn Kristinsson, annar af tveimur íslensku atvinnuboxurunum, átti að æfa með Tyson Fury í aðdraganda bardaga hans við Deontay Wilder.Fury sigraði Wilder í sannkölluðum risabardaga á laugardaginn. Fyrir bardagann skipti Fury um þjálfara og byrjaði að æfa hjá Javan „SugarHill“ Stewart í hinni goðsagnakenndu Kronk æfingastöð í Detroit í Bandaríkjunum. SugarHill er einnig þjálfari Kolbeins og til stóð að hann myndi hjálpa Fury að undirbúa sig fyrir bardagann stóra. „Ég átti upphaflega að fara í æfingabúðirnar með Fury. Ég átti að fara út þegar það voru þrjár vikur í bardagann en þá sagðist SugarHill ætla að geyma mig. Tyson væri að berja alla í klessu í æfingabúðunum og ég myndi ekki fá neitt út úr því að koma nema að verða laminn. Þess vegna fór ég ekki núna en við byrjum örugglega að æfa saman í sumar í Kronk,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi. Hann hefur ekki enn hitt Fury en það gerist væntanlega fyrr en seinna að þeir byrji að æfa saman. „Ég hef oft átt að fara í æfingabúðir með honum en það hefur einhvern veginn alltaf dottið upp fyrir á síðustu stundu,“ sagði Kolbeinn sem heldur utan til Detroit á fimmtudaginn til að undirbúa sig undir næsta bardaga sinn.Eftir úrslit helgarinnar er mikil eftirspurn eftir því Englendingarnir Fury og Anthony Joshua mætist í hringnum. Kolbeinn vill frekar sjá þann bardaga en Fury og Wilder mætast í þriðja sinn.Æfir væntanlega með Fury fyrir Joshua-bardagannTyson Fury og Javan „SugarHill“ Stewart sem er einnig þjálfari Kolbeins.vísir/getty„Ég vil sjá Joshua. Miðað við hvernig þessi bardagi fór eru engin rök fyrir því að taka þriðja bardagann. Þetta er eins og ef þú tapar 5-0 í fótbolta, þú getur ekki beðið um annan leik,“ sagði Kolbeinn og bætti við að bardagi við Fury væri mikilvægur fyrir Joshua. „Hann verður að gera þetta til að fá viðurkenningu sem alvöru meistari. Hann verður að vinna stórt nafn og ég held að þessi bardagi verði að veruleika, þ.e.a.s. ef Joshua vinnur bardagana sem hann þarf að vinna.“ Kolbeinn segir að það yrði spennandi að fá að æfa með Fury fyrir bardagann við Joshua.„Ég er svona 90% viss um að ég verð í þeim æfingabúðum. Hann talaði um að hann vildi hafa mig frá byrjun í næstu æfingabúðum Furys.“
Box Tengdar fréttir Fury sýndi snilli sína gegn Wilder Tyson Fury tók heimsmeistaratitilinn af Deontay Wilder. 23. febrúar 2020 10:30 „Fólk horfir á bumbuna á mér og skallann og heldur að ég geti ekki barist“ Tyson Fury var í miklum ham í bardaganum gegn Deontay Wilder og einnig eftir hann. 23. febrúar 2020 11:52 Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu. 24. febrúar 2020 07:00 „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Fury sýndi snilli sína gegn Wilder Tyson Fury tók heimsmeistaratitilinn af Deontay Wilder. 23. febrúar 2020 10:30
„Fólk horfir á bumbuna á mér og skallann og heldur að ég geti ekki barist“ Tyson Fury var í miklum ham í bardaganum gegn Deontay Wilder og einnig eftir hann. 23. febrúar 2020 11:52
Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu. 24. febrúar 2020 07:00
„Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30