Sport

Dagskráin í dag: Domino´s Körfuboltakvöld, Driplið og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Driplið er á dagskrá Stöðvar 2 Sport kl. 09.00 og 13:00 í dag.
Driplið er á dagskrá Stöðvar 2 Sport kl. 09.00 og 13:00 í dag. Vísir/KKÍ

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Stöð 2 Sport

Sportið í dag og Sportið í kvöld verður endursýnt í dag. Þá sýnum við Driplið fyrir 4. bekk. Þar má sjá tækniæfingar handa þeim sem æfa körfubolta. Það ásamt allskyns NBA tengdu efni verður sýnt í dag. 

Þá er Domino´s Körfuboltakvöld að sjálfsögðu á sínum stað. 

Stöð 2 Sport 2

NBA, NBA og meira NBA verður á dagskránni íd ag. Allt frá Bill Russel og Gary Payton til pörupiltanna í Detroit Pistons.

Stöð 2 Sport 3

Það verður nóg af körfubolta en við sýnum úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna frá 2015-2018 í dag.

Stöð 2 eSport

Lenovo-deildin, Vodafone deildin og landsleik í eFótbolta verða á boðstólnum fyrir unnendur rafíþrótta.

Stöð 2 Golf

Allt um Augusta Masters má sjá á Golfstöðinni í dag. Að ógléymdri mynd um Tiger Woods og sigra hans árið 1999 sem og opinberu Players Championship myndina frá mótinu 2011.

Allar útsendingar má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.