Tónlist

Hróarskeldu 2020 aflýst

Andri Eysteinsson skrifar
Frá hátíðinni 2017.
Frá hátíðinni 2017. Getty/Joseph Okpako

Hróarskelduhátíðinni 2020 hefur verið aflýst. Aðstandendur hátíðarinnar greindu frá ákvörðun sinni í tilkynningu á vef hátíðarinnar. Hátíðin átti að fara fram 27. júní til 4. júlí.

Ákvörðunin er tekin þar sem að dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að banna allar stórar samkomur til 31. Ágúst næstkomandi. Í yfirlýsingu Hróarskelduhátíðarinnar segir að aðstandendur séu harmi slegnir.

„Smithættan er of mikil þegar svona margir safnast saman og við verðum að taka það með í reikninginn,“ segir í tilkynningunni.

Ekkert verður því af fimmtugustu Hróarskeldu-hátíðinni allavega í ár. Hátíðin verður haldin 2021 og munu miðahafar eiga möguleika á því að breyta 2020 miðunum sínum í 2021 miða. Þá verður einnig hægt að fá endurgreitt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.