Fölsuð áhorfendahljóð og sýndaráhorfendur í útsendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 15:30 Leikir frá NFL deildinni eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum en þar hefur stemmningin á leikvöngunum mikið að segja. Getty/Joe Robbins NFL-deild ameríska fótboltans á að hefjast í september en það lítur út fyrir að þar þurfi leikirnir mögulega að spilaðir án áhorfenda vegna kórónuveirunnar. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, hefur látið það frá sér að hugsanlega þurfi NFL-deildin að spila allt 2020 tímabilið án áhorfenda en vanalega eru á bilinu sextíu til áttatíu þúsund manns á leikjunum. Fox Sports leggur mikið upp úr útsendingum sínum frá NFL-deildinni enda kostaði sýningarétturinn mikið og sjónvarpsstöðin hefur miklar tekjur af útsendingunum enda NFL-deildin gríðarlega vinsæl. Joe Buck says Fox Sports will add crowd noise and virtual fans during NFL broadcasts this season https://t.co/7tbGi2USD9— Sports Illustrated (@SInow) May 14, 2020 Joe Buck er frægur sjónvarpsmaður sem mun lýsa NFL-leikjum á Fox Sports. Hann greindi frá því í útvarpsviðtali i þætti á Andy Cohen á SiriusXM að stöðin ætlar að fara sýna leiðir í að fela áhorfendaleysið. Joe Buck sagði að Fox Sports ætli að spila gömul áhorfendahljóð á leikjunum og þá hefur stefnan líka verið sett á að fylla stúkurnar með sýndaráhorfendum. Get ready for fake crowd noise, virtual fans if stadiums aren't open in 2020 https://t.co/cd89uPraNV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) May 14, 2020 „Það er nánast búið að ganga frá þessu. Ég held samt að sá sem mun stjórna þessum hljóðum þurfi að vera mjög góður í sínu starfi til að það líti út að þetta verði raunsæ viðbrögð áhorfenda við því sem er að gerast inn á vellinum. Það verður mjög mikilvægt til að þetta komi vel út,“ sagði Joe Buck. „Ofan á það eru þeir að leita að leiðum til þess að vera með sýndaráhorfendur í stúkunum. Þegar við sjáum yfirlitsmyndina yfir allan völlinn þá á leikvangurinn að líta út fyrir að vera fullur af áhorfendum þó að hann sé í raun galtómur,“ sagði Joe Buck. NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
NFL-deild ameríska fótboltans á að hefjast í september en það lítur út fyrir að þar þurfi leikirnir mögulega að spilaðir án áhorfenda vegna kórónuveirunnar. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, hefur látið það frá sér að hugsanlega þurfi NFL-deildin að spila allt 2020 tímabilið án áhorfenda en vanalega eru á bilinu sextíu til áttatíu þúsund manns á leikjunum. Fox Sports leggur mikið upp úr útsendingum sínum frá NFL-deildinni enda kostaði sýningarétturinn mikið og sjónvarpsstöðin hefur miklar tekjur af útsendingunum enda NFL-deildin gríðarlega vinsæl. Joe Buck says Fox Sports will add crowd noise and virtual fans during NFL broadcasts this season https://t.co/7tbGi2USD9— Sports Illustrated (@SInow) May 14, 2020 Joe Buck er frægur sjónvarpsmaður sem mun lýsa NFL-leikjum á Fox Sports. Hann greindi frá því í útvarpsviðtali i þætti á Andy Cohen á SiriusXM að stöðin ætlar að fara sýna leiðir í að fela áhorfendaleysið. Joe Buck sagði að Fox Sports ætli að spila gömul áhorfendahljóð á leikjunum og þá hefur stefnan líka verið sett á að fylla stúkurnar með sýndaráhorfendum. Get ready for fake crowd noise, virtual fans if stadiums aren't open in 2020 https://t.co/cd89uPraNV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) May 14, 2020 „Það er nánast búið að ganga frá þessu. Ég held samt að sá sem mun stjórna þessum hljóðum þurfi að vera mjög góður í sínu starfi til að það líti út að þetta verði raunsæ viðbrögð áhorfenda við því sem er að gerast inn á vellinum. Það verður mjög mikilvægt til að þetta komi vel út,“ sagði Joe Buck. „Ofan á það eru þeir að leita að leiðum til þess að vera með sýndaráhorfendur í stúkunum. Þegar við sjáum yfirlitsmyndina yfir allan völlinn þá á leikvangurinn að líta út fyrir að vera fullur af áhorfendum þó að hann sé í raun galtómur,“ sagði Joe Buck.
NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira