Fölsuð áhorfendahljóð og sýndaráhorfendur í útsendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 15:30 Leikir frá NFL deildinni eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum en þar hefur stemmningin á leikvöngunum mikið að segja. Getty/Joe Robbins NFL-deild ameríska fótboltans á að hefjast í september en það lítur út fyrir að þar þurfi leikirnir mögulega að spilaðir án áhorfenda vegna kórónuveirunnar. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, hefur látið það frá sér að hugsanlega þurfi NFL-deildin að spila allt 2020 tímabilið án áhorfenda en vanalega eru á bilinu sextíu til áttatíu þúsund manns á leikjunum. Fox Sports leggur mikið upp úr útsendingum sínum frá NFL-deildinni enda kostaði sýningarétturinn mikið og sjónvarpsstöðin hefur miklar tekjur af útsendingunum enda NFL-deildin gríðarlega vinsæl. Joe Buck says Fox Sports will add crowd noise and virtual fans during NFL broadcasts this season https://t.co/7tbGi2USD9— Sports Illustrated (@SInow) May 14, 2020 Joe Buck er frægur sjónvarpsmaður sem mun lýsa NFL-leikjum á Fox Sports. Hann greindi frá því í útvarpsviðtali i þætti á Andy Cohen á SiriusXM að stöðin ætlar að fara sýna leiðir í að fela áhorfendaleysið. Joe Buck sagði að Fox Sports ætli að spila gömul áhorfendahljóð á leikjunum og þá hefur stefnan líka verið sett á að fylla stúkurnar með sýndaráhorfendum. Get ready for fake crowd noise, virtual fans if stadiums aren't open in 2020 https://t.co/cd89uPraNV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) May 14, 2020 „Það er nánast búið að ganga frá þessu. Ég held samt að sá sem mun stjórna þessum hljóðum þurfi að vera mjög góður í sínu starfi til að það líti út að þetta verði raunsæ viðbrögð áhorfenda við því sem er að gerast inn á vellinum. Það verður mjög mikilvægt til að þetta komi vel út,“ sagði Joe Buck. „Ofan á það eru þeir að leita að leiðum til þess að vera með sýndaráhorfendur í stúkunum. Þegar við sjáum yfirlitsmyndina yfir allan völlinn þá á leikvangurinn að líta út fyrir að vera fullur af áhorfendum þó að hann sé í raun galtómur,“ sagði Joe Buck. NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
NFL-deild ameríska fótboltans á að hefjast í september en það lítur út fyrir að þar þurfi leikirnir mögulega að spilaðir án áhorfenda vegna kórónuveirunnar. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, hefur látið það frá sér að hugsanlega þurfi NFL-deildin að spila allt 2020 tímabilið án áhorfenda en vanalega eru á bilinu sextíu til áttatíu þúsund manns á leikjunum. Fox Sports leggur mikið upp úr útsendingum sínum frá NFL-deildinni enda kostaði sýningarétturinn mikið og sjónvarpsstöðin hefur miklar tekjur af útsendingunum enda NFL-deildin gríðarlega vinsæl. Joe Buck says Fox Sports will add crowd noise and virtual fans during NFL broadcasts this season https://t.co/7tbGi2USD9— Sports Illustrated (@SInow) May 14, 2020 Joe Buck er frægur sjónvarpsmaður sem mun lýsa NFL-leikjum á Fox Sports. Hann greindi frá því í útvarpsviðtali i þætti á Andy Cohen á SiriusXM að stöðin ætlar að fara sýna leiðir í að fela áhorfendaleysið. Joe Buck sagði að Fox Sports ætli að spila gömul áhorfendahljóð á leikjunum og þá hefur stefnan líka verið sett á að fylla stúkurnar með sýndaráhorfendum. Get ready for fake crowd noise, virtual fans if stadiums aren't open in 2020 https://t.co/cd89uPraNV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) May 14, 2020 „Það er nánast búið að ganga frá þessu. Ég held samt að sá sem mun stjórna þessum hljóðum þurfi að vera mjög góður í sínu starfi til að það líti út að þetta verði raunsæ viðbrögð áhorfenda við því sem er að gerast inn á vellinum. Það verður mjög mikilvægt til að þetta komi vel út,“ sagði Joe Buck. „Ofan á það eru þeir að leita að leiðum til þess að vera með sýndaráhorfendur í stúkunum. Þegar við sjáum yfirlitsmyndina yfir allan völlinn þá á leikvangurinn að líta út fyrir að vera fullur af áhorfendum þó að hann sé í raun galtómur,“ sagði Joe Buck.
NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira