Tónlist

Bein útsending: VÖRUHÚS

Sylvía Hall skrifar
Það eru Óli Ofur, Rix, BenSol og Dj Margeir sem munu standa vaktina á bakvið spilarana.
Það eru Óli Ofur, Rix, BenSol og Dj Margeir sem munu standa vaktina á bakvið spilarana.

House tónlistin á nafn og rætur að rekja til vöruhúsapartía í Chicago á níunda áratugnum. Nú þegar heimsfaraldur geisar og skemmtanabönn ríkja, munu nokkrir af helstu plötusnúðum bæjarins nýta sér eina af afleiðingum þessa ófyrirséða ástands; vöruhús tækjaleigunnar Luxor og söludeildar pioneerdj.is sem mun standa troðfull á laugardagskvöldi. 

Það eru Óli Ofur, Rix, BenSol og Dj Margeir sem munu standa vaktina á bakvið spilarana umvafnir ljósgeislum og færa ykkur sannkallað vöru-hús heim í stofu.

Fólk sem hefur átt erfitt með að sleppa af sér beislinu á dansgólfum bæjarins býðst nú tækifæri á að efla sjálfstraustið og æfa danssporin án þess að þurfa að óttast gagnrýn augu úr öllum áttum. Útsendingin er bæði aðgengileg hér á Vísi og á Stöð 2 Vísir á sjónvarpskerfum Vodafone og Símans.

Klippa: Vöruhús


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.