Haukur Ingi vill rannsaka séreinkenni íslensks íþróttafólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2020 19:30 Haukur Ingi mætti til þeirra Kjartans Atla og Henry Birgis í dag. Skjáskot/Sportið í dag Haukur Ingi Guðnason mætti í Sportið í dag og ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarsson um séreinkenni íslensks íþróttafólks. Haukur Ingi kennir í dag íþróttasálfræði við Háskóla Íslands en á árum áður lék hann knattspyrnu við góðan orðstír hjá Keflavík, Grindavík og Fylki eftir að hafa farið til Liverpool ungur að árum. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst og þetta er eitthvað sem væri mjög gaman að rannsaka. Ég hef svo sem rætt við mína kollega að fara bara í rannsóknir á þessu,“ sagði Haukur Ingi er Kjartan Atli spurði hann út í það hvort íslenskt íþróttafólk væri með einhver séreinkenni. Haukur hélt svo áfram. „Maður heyrir víða erlendis frá að þjálfarar sem eru með íslenska leikmenn tala um þetta íslenska hugarfar. Ég get nefnt dæmi; Stig Inge Bjørnebye, framkvæmdastjóri Rosenborg, var að vinna fyrir norska knattspyrnusambandið og kom hingað til lands að skoða hvað við Íslendingar værum að gera og af hverju við værum að ná svona góðum árangri.“ „Hann var á leiðinni upp á Skaga þegar hann hringir í mig og segir að það sé ófært, hann spyr því hvort við getum hist í spjall. Við mælum okkur mót og hann segir að bara það að hann hafi ekki komist upp á Skaga sýni hvað sker á milli Íslendinga og Norðmanna.“ „Hann segir að þetta sé fyrst og fremst hugarfar. Þegar hann var kominn upp í Mosfellsbæ og þurfti að snúa við þá keyrði hann framhjá tveimur völlum þar sem var æfing í gangi. Þetta hefði aldrei gerst í Noregi. Þegar það er brjálað veður og fólk kemst ekki ferða sinna þá er það bara inni.“ Þessa skemmtilegu sögu ásamt frekari umræðum má hlusta á og sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Haukur Ingi um séreinkenni Íslendinga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00 Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
Haukur Ingi Guðnason mætti í Sportið í dag og ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarsson um séreinkenni íslensks íþróttafólks. Haukur Ingi kennir í dag íþróttasálfræði við Háskóla Íslands en á árum áður lék hann knattspyrnu við góðan orðstír hjá Keflavík, Grindavík og Fylki eftir að hafa farið til Liverpool ungur að árum. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst og þetta er eitthvað sem væri mjög gaman að rannsaka. Ég hef svo sem rætt við mína kollega að fara bara í rannsóknir á þessu,“ sagði Haukur Ingi er Kjartan Atli spurði hann út í það hvort íslenskt íþróttafólk væri með einhver séreinkenni. Haukur hélt svo áfram. „Maður heyrir víða erlendis frá að þjálfarar sem eru með íslenska leikmenn tala um þetta íslenska hugarfar. Ég get nefnt dæmi; Stig Inge Bjørnebye, framkvæmdastjóri Rosenborg, var að vinna fyrir norska knattspyrnusambandið og kom hingað til lands að skoða hvað við Íslendingar værum að gera og af hverju við værum að ná svona góðum árangri.“ „Hann var á leiðinni upp á Skaga þegar hann hringir í mig og segir að það sé ófært, hann spyr því hvort við getum hist í spjall. Við mælum okkur mót og hann segir að bara það að hann hafi ekki komist upp á Skaga sýni hvað sker á milli Íslendinga og Norðmanna.“ „Hann segir að þetta sé fyrst og fremst hugarfar. Þegar hann var kominn upp í Mosfellsbæ og þurfti að snúa við þá keyrði hann framhjá tveimur völlum þar sem var æfing í gangi. Þetta hefði aldrei gerst í Noregi. Þegar það er brjálað veður og fólk kemst ekki ferða sinna þá er það bara inni.“ Þessa skemmtilegu sögu ásamt frekari umræðum má hlusta á og sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Haukur Ingi um séreinkenni Íslendinga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00 Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00
Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00