Innlent

Engar vísbendingar fundist um falsað nautahakk

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur- Matvælaeftirlit segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar sem renna stoðum undir fullyrðingu nautabóndans Þórarins Jónssonar á Hálsi um að nautahakk sé drýgt með öðru kjöti en nautakjöti og svo selt ómerkt í verslunum.

Þórarinn sagði upprunalega í viðtali við sjóvarp Morgunblaðsins að hann vissi til þess að nautahakk væri stundum drýgt með hrossakjöti, svínafitu eða kartöflumjöli. Hakkið væri svo selt í verslunum en ekki væri sérstaklega tilgreint um þessi aukaafurðir á pakkningum.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur- Matvælaeftirlit sendi frá sér tilkynningu þar sem kom fram að merki um slíkt hafi hvorki fundist í kjötvinnslum í Reykjavík né verslunum.

Þá segir ennfremur í tilkynningunni:

„Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga annast eftirlit með framleiðendum. Matvælaeftirlit í landinu tekur allar yfirlýsingar um brot á íslenskri matvælalöggjöf alvarlega og rannsakar slíkar ábendingar. Matvælaeftirlit Reykjavíkur hefur í dag reynt að fá upplýsingar um meint brot á reglum um kjötvörur. Engar vísbendingar hafa fengist um þessi brot."

Óskar Í. Sigurðsson er deildarstjóri Matvælaeftirlits Reykjavíkur.




Tengdar fréttir

Stjórn Meistarafélags kjötiðnaðarmanna kölluð saman

Kristján Kristjánsson formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna hefur boðað til fundar í stjórn félagsins í kjölfar frétta um að nautahakk hafi í einhverjum tilvikum verið blandað hrossakjöti og öðru. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að Neytendasamtökin kanna mál af þessu tagi. Þá hefur nautakjötsbóndi í Kjós lýst slíkum vinnubrögðum.

Landsamband Kúabænda harma ásakanir um falsað nautahakk

Landsamband Kúabænda harma ummæli Þórarins Jónssonar á Hálsi, en hann sagði í viðtali við sjónvarp mbl.is í morgun að nautahakk sé drýgt með hrossakjöti og öðru ódýrara hráefni án þess að greina neytendum frá því.

Neytendasamtökin rannsaka falsað nautakjöt

Neytendasamtökin krefjast þess að Matvælastofnun rannsaki ásakanir um að nautahakk sé drýgt með hrossakjöti og öðru ódýrara hráefni án þess að greina neytendum frá því. Formaður samtakanna segir að ef ásakanirnar séu réttar sé verið að stela af neytendum á grundvelli vörusvika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×