Ekki hægt að æfa frjálsar utanhúss í Reykjavík: „Afleiðing ákvarðanaleysis“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 22:00 Miklar skemmdir eru á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli eftir veturinn. MYND/STÖÐ 2 SPORT Ekki er hægt að stunda frjálsar íþróttir utanhúss í Reykjavík í dag svo að vel sé. Eina hlaupabrautin í borginni, á Laugardalsvelli, er ónýt eftir veturinn og tafir hafa orðið á því að nýr völlur í Mjódd verði tilbúinn. Í Sportinu í dag voru sýndar þær miklar skemmdir sem orðið hafa á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli en Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, benti á að brautin væri svo sannarlega komin til ára sinna: „Það er bara staðreynd að þessi tartanbraut er lögð 1992 og það þyrfti að vera eitthvað kraftaverk ef það væri ekki farið að sjást á þessu. Það er búin að vera þessi umræða í öll þessi ár [um nýjan frjálsíþróttaleikvang] en alltaf verið að fresta, þannig að það hafa aldrei komið alvöru endurbætur á þessu undirlagi. Svo gerist það í vetur að efnið lyftist eftir að hafa frosið, og þegar farið er með vélar yfir það þá flettist það bara af. Það er enginn ásetningur þarna, þetta er bara afleiðing skipulags eða ákvarðanaleysis,“ sagði Freyr. En hvað gera þá Aníta Hinriksdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og annað reykvískt frjálsíþróttafólk sem vill æfa utanhúss í dag? „Það er frábær spurning. Heyrðu, ég ætla að fara út á æfingu á eftir. Ég get það ekki í Reykjavík,“ sagði Freyr en bætti við að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur væri þó að vinna í því að laga Laugardalsvöll. „Fram undan eru endurbætur þar sem að verður eftir því sem að mér skilst skipt alveg um efni á 150 metrum (af 400 metra hlaupabraut). Það eru mestu endurbætur á þessum velli frá árinu 1992,“ sagði Freyr. Vandamálið væri minna ef að nýr frjálsíþróttavöllur í Mjódd væri tilbúinn en svo er ekki: „Þar urðu „framkvæmdavandræði“ þegar að leggja átti efnið vegna þess að malbikið undir uppfyllti ekki staðla. Ef að það hefði ekki komið upp á þá væri núna glæsilegur frjálsíþróttavöllur í Mjódd. Ég ætla ekki að benda á það hverjum þetta er nákvæmlega að kenna en þetta er staðan. En ÍTR vinnur mjög vel og reynir að hjálpa okkur með þessar aðstæður, og munu reyna að hleypa fólki inn á Laugardalsvöll þar sem verður búið að afmarka hvar slysahætta er, þangað til að búið er að endurbæta brautirnar,“ sagði Freyr. Klippa: Sportið í dag - Vantar frjálsíþróttavöll í Reykjavík Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Frjálsar íþróttir Reykjavík Sportið í dag Laugardalsvöllur Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Ekki er hægt að stunda frjálsar íþróttir utanhúss í Reykjavík í dag svo að vel sé. Eina hlaupabrautin í borginni, á Laugardalsvelli, er ónýt eftir veturinn og tafir hafa orðið á því að nýr völlur í Mjódd verði tilbúinn. Í Sportinu í dag voru sýndar þær miklar skemmdir sem orðið hafa á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli en Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, benti á að brautin væri svo sannarlega komin til ára sinna: „Það er bara staðreynd að þessi tartanbraut er lögð 1992 og það þyrfti að vera eitthvað kraftaverk ef það væri ekki farið að sjást á þessu. Það er búin að vera þessi umræða í öll þessi ár [um nýjan frjálsíþróttaleikvang] en alltaf verið að fresta, þannig að það hafa aldrei komið alvöru endurbætur á þessu undirlagi. Svo gerist það í vetur að efnið lyftist eftir að hafa frosið, og þegar farið er með vélar yfir það þá flettist það bara af. Það er enginn ásetningur þarna, þetta er bara afleiðing skipulags eða ákvarðanaleysis,“ sagði Freyr. En hvað gera þá Aníta Hinriksdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og annað reykvískt frjálsíþróttafólk sem vill æfa utanhúss í dag? „Það er frábær spurning. Heyrðu, ég ætla að fara út á æfingu á eftir. Ég get það ekki í Reykjavík,“ sagði Freyr en bætti við að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur væri þó að vinna í því að laga Laugardalsvöll. „Fram undan eru endurbætur þar sem að verður eftir því sem að mér skilst skipt alveg um efni á 150 metrum (af 400 metra hlaupabraut). Það eru mestu endurbætur á þessum velli frá árinu 1992,“ sagði Freyr. Vandamálið væri minna ef að nýr frjálsíþróttavöllur í Mjódd væri tilbúinn en svo er ekki: „Þar urðu „framkvæmdavandræði“ þegar að leggja átti efnið vegna þess að malbikið undir uppfyllti ekki staðla. Ef að það hefði ekki komið upp á þá væri núna glæsilegur frjálsíþróttavöllur í Mjódd. Ég ætla ekki að benda á það hverjum þetta er nákvæmlega að kenna en þetta er staðan. En ÍTR vinnur mjög vel og reynir að hjálpa okkur með þessar aðstæður, og munu reyna að hleypa fólki inn á Laugardalsvöll þar sem verður búið að afmarka hvar slysahætta er, þangað til að búið er að endurbæta brautirnar,“ sagði Freyr. Klippa: Sportið í dag - Vantar frjálsíþróttavöll í Reykjavík Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Reykjavík Sportið í dag Laugardalsvöllur Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira