33 ára gömul mamma ætlar að vera sú fljótasta í heimi á ÓL í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 13:30 Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnar HM-gullinu í fyrrahaust með syninum Zion. Getty/Serhat Cagdas Shelly-Ann Fraser-Pryce skrifaði sig á spjöld sögunnar í september og hefur nú sett stefnuna á að gera það aftur á Ólympíuleikunum í sumar. Shelly-Ann Fraser-Pryce varð í september elsta konan til að verða heims- eða Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi þegar hún varð heimsmeistari á HM í Dóha. Þetta var fjórði heimsmeistaratitill hennar í 100 metra hlaupi á ferlinum en sá fyrsti eftir að hún varð mamma í fyrsta sinn. Fraser-Pryce varð einnig heimsmeistari 2009, 2013 og 2015 en hún eignaðist soninn Zyon í ágúst 2017. Shelly-Ann Fraser-Pryce var frá keppni í tvö ár en snéri til baka með glæsibrag og kom fyrst í mark á HM 2019 á 10,71 sekúndum. Hún kom í mark 0,12 sekúndum á undan hinni 24 ára gömlu Dinu Asher-Smith. Nú hefur Fraser-Pryce sett stefnuna á að vinna sitt þriðja Ólympíugull í 100 metra hlaupi en hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012 en brons á ÓL í Ríó 2016. The pocket rocket is back! Double 100m Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has her eyes on the top prize at Tokyo. In full https://t.co/5xxouvb0H3pic.twitter.com/PxQfWA2WEw— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 „Ég er ekki í vafa á því að þetta er möguleiki miðað við það að ég hef nú haft eitt ár í viðbót til að bæta mitt form. Ég fékk góðan tíma til að hugsa um mín markmið í barnsburðarleyfinu og ég ákvað að halda áfram og ná mínum fjórðu Ólympíuleikum,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce ætlar einnig að keppa í 200 metra hlaupi á ÓL í Tókýó en hún varð heimsmeistari í eina skiptið í þeirri grein fyrir sjö árum síðan. Fraser-Pryce vann einnig silfur í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012. „Ég ætlaði alltaf að taka tvennuna á heimsmeistaramótinu líka en þjálfarinn minn vildi það ekki af því að ég var að koma til baka eftir langt hlé. Núna ætla ég að keppa í báðum greinum og allur minn undirbúningur miðast við það,“ sagði Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce eyes 100m and 200m double at Tokyo Olympic Games. Full story https://t.co/FXCWZJlqkF#NewsChain#ShellyAnnFraserPryce@realshellyannfp#Tokyo#OlympicGamespic.twitter.com/syi1SG928c— NewsChain (@newschainuk) February 5, 2020 Shelly-Ann Fraser-Pryce þurfti að fara í keisaraskurð þegar hún eignaðist Zion og þurfti því að hlaupa með sérstakt stuðningsband til að styðja við kviðinn hennar. Hún lét það ekki stoppa sig. Fraser-Pryce vann síðan hug og hjörtu heimsins þegar hún hljóp sigurhringinn með tveggja ára son sinn í fanginu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Shelly-Ann Fraser-Pryce skrifaði sig á spjöld sögunnar í september og hefur nú sett stefnuna á að gera það aftur á Ólympíuleikunum í sumar. Shelly-Ann Fraser-Pryce varð í september elsta konan til að verða heims- eða Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi þegar hún varð heimsmeistari á HM í Dóha. Þetta var fjórði heimsmeistaratitill hennar í 100 metra hlaupi á ferlinum en sá fyrsti eftir að hún varð mamma í fyrsta sinn. Fraser-Pryce varð einnig heimsmeistari 2009, 2013 og 2015 en hún eignaðist soninn Zyon í ágúst 2017. Shelly-Ann Fraser-Pryce var frá keppni í tvö ár en snéri til baka með glæsibrag og kom fyrst í mark á HM 2019 á 10,71 sekúndum. Hún kom í mark 0,12 sekúndum á undan hinni 24 ára gömlu Dinu Asher-Smith. Nú hefur Fraser-Pryce sett stefnuna á að vinna sitt þriðja Ólympíugull í 100 metra hlaupi en hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012 en brons á ÓL í Ríó 2016. The pocket rocket is back! Double 100m Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has her eyes on the top prize at Tokyo. In full https://t.co/5xxouvb0H3pic.twitter.com/PxQfWA2WEw— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 „Ég er ekki í vafa á því að þetta er möguleiki miðað við það að ég hef nú haft eitt ár í viðbót til að bæta mitt form. Ég fékk góðan tíma til að hugsa um mín markmið í barnsburðarleyfinu og ég ákvað að halda áfram og ná mínum fjórðu Ólympíuleikum,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce ætlar einnig að keppa í 200 metra hlaupi á ÓL í Tókýó en hún varð heimsmeistari í eina skiptið í þeirri grein fyrir sjö árum síðan. Fraser-Pryce vann einnig silfur í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012. „Ég ætlaði alltaf að taka tvennuna á heimsmeistaramótinu líka en þjálfarinn minn vildi það ekki af því að ég var að koma til baka eftir langt hlé. Núna ætla ég að keppa í báðum greinum og allur minn undirbúningur miðast við það,“ sagði Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce eyes 100m and 200m double at Tokyo Olympic Games. Full story https://t.co/FXCWZJlqkF#NewsChain#ShellyAnnFraserPryce@realshellyannfp#Tokyo#OlympicGamespic.twitter.com/syi1SG928c— NewsChain (@newschainuk) February 5, 2020 Shelly-Ann Fraser-Pryce þurfti að fara í keisaraskurð þegar hún eignaðist Zion og þurfti því að hlaupa með sérstakt stuðningsband til að styðja við kviðinn hennar. Hún lét það ekki stoppa sig. Fraser-Pryce vann síðan hug og hjörtu heimsins þegar hún hljóp sigurhringinn með tveggja ára son sinn í fanginu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira