33 ára gömul mamma ætlar að vera sú fljótasta í heimi á ÓL í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 13:30 Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnar HM-gullinu í fyrrahaust með syninum Zion. Getty/Serhat Cagdas Shelly-Ann Fraser-Pryce skrifaði sig á spjöld sögunnar í september og hefur nú sett stefnuna á að gera það aftur á Ólympíuleikunum í sumar. Shelly-Ann Fraser-Pryce varð í september elsta konan til að verða heims- eða Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi þegar hún varð heimsmeistari á HM í Dóha. Þetta var fjórði heimsmeistaratitill hennar í 100 metra hlaupi á ferlinum en sá fyrsti eftir að hún varð mamma í fyrsta sinn. Fraser-Pryce varð einnig heimsmeistari 2009, 2013 og 2015 en hún eignaðist soninn Zyon í ágúst 2017. Shelly-Ann Fraser-Pryce var frá keppni í tvö ár en snéri til baka með glæsibrag og kom fyrst í mark á HM 2019 á 10,71 sekúndum. Hún kom í mark 0,12 sekúndum á undan hinni 24 ára gömlu Dinu Asher-Smith. Nú hefur Fraser-Pryce sett stefnuna á að vinna sitt þriðja Ólympíugull í 100 metra hlaupi en hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012 en brons á ÓL í Ríó 2016. The pocket rocket is back! Double 100m Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has her eyes on the top prize at Tokyo. In full https://t.co/5xxouvb0H3pic.twitter.com/PxQfWA2WEw— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 „Ég er ekki í vafa á því að þetta er möguleiki miðað við það að ég hef nú haft eitt ár í viðbót til að bæta mitt form. Ég fékk góðan tíma til að hugsa um mín markmið í barnsburðarleyfinu og ég ákvað að halda áfram og ná mínum fjórðu Ólympíuleikum,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce ætlar einnig að keppa í 200 metra hlaupi á ÓL í Tókýó en hún varð heimsmeistari í eina skiptið í þeirri grein fyrir sjö árum síðan. Fraser-Pryce vann einnig silfur í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012. „Ég ætlaði alltaf að taka tvennuna á heimsmeistaramótinu líka en þjálfarinn minn vildi það ekki af því að ég var að koma til baka eftir langt hlé. Núna ætla ég að keppa í báðum greinum og allur minn undirbúningur miðast við það,“ sagði Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce eyes 100m and 200m double at Tokyo Olympic Games. Full story https://t.co/FXCWZJlqkF#NewsChain#ShellyAnnFraserPryce@realshellyannfp#Tokyo#OlympicGamespic.twitter.com/syi1SG928c— NewsChain (@newschainuk) February 5, 2020 Shelly-Ann Fraser-Pryce þurfti að fara í keisaraskurð þegar hún eignaðist Zion og þurfti því að hlaupa með sérstakt stuðningsband til að styðja við kviðinn hennar. Hún lét það ekki stoppa sig. Fraser-Pryce vann síðan hug og hjörtu heimsins þegar hún hljóp sigurhringinn með tveggja ára son sinn í fanginu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira
Shelly-Ann Fraser-Pryce skrifaði sig á spjöld sögunnar í september og hefur nú sett stefnuna á að gera það aftur á Ólympíuleikunum í sumar. Shelly-Ann Fraser-Pryce varð í september elsta konan til að verða heims- eða Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi þegar hún varð heimsmeistari á HM í Dóha. Þetta var fjórði heimsmeistaratitill hennar í 100 metra hlaupi á ferlinum en sá fyrsti eftir að hún varð mamma í fyrsta sinn. Fraser-Pryce varð einnig heimsmeistari 2009, 2013 og 2015 en hún eignaðist soninn Zyon í ágúst 2017. Shelly-Ann Fraser-Pryce var frá keppni í tvö ár en snéri til baka með glæsibrag og kom fyrst í mark á HM 2019 á 10,71 sekúndum. Hún kom í mark 0,12 sekúndum á undan hinni 24 ára gömlu Dinu Asher-Smith. Nú hefur Fraser-Pryce sett stefnuna á að vinna sitt þriðja Ólympíugull í 100 metra hlaupi en hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012 en brons á ÓL í Ríó 2016. The pocket rocket is back! Double 100m Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has her eyes on the top prize at Tokyo. In full https://t.co/5xxouvb0H3pic.twitter.com/PxQfWA2WEw— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 „Ég er ekki í vafa á því að þetta er möguleiki miðað við það að ég hef nú haft eitt ár í viðbót til að bæta mitt form. Ég fékk góðan tíma til að hugsa um mín markmið í barnsburðarleyfinu og ég ákvað að halda áfram og ná mínum fjórðu Ólympíuleikum,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce ætlar einnig að keppa í 200 metra hlaupi á ÓL í Tókýó en hún varð heimsmeistari í eina skiptið í þeirri grein fyrir sjö árum síðan. Fraser-Pryce vann einnig silfur í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012. „Ég ætlaði alltaf að taka tvennuna á heimsmeistaramótinu líka en þjálfarinn minn vildi það ekki af því að ég var að koma til baka eftir langt hlé. Núna ætla ég að keppa í báðum greinum og allur minn undirbúningur miðast við það,“ sagði Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce eyes 100m and 200m double at Tokyo Olympic Games. Full story https://t.co/FXCWZJlqkF#NewsChain#ShellyAnnFraserPryce@realshellyannfp#Tokyo#OlympicGamespic.twitter.com/syi1SG928c— NewsChain (@newschainuk) February 5, 2020 Shelly-Ann Fraser-Pryce þurfti að fara í keisaraskurð þegar hún eignaðist Zion og þurfti því að hlaupa með sérstakt stuðningsband til að styðja við kviðinn hennar. Hún lét það ekki stoppa sig. Fraser-Pryce vann síðan hug og hjörtu heimsins þegar hún hljóp sigurhringinn með tveggja ára son sinn í fanginu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira