Enski boltinn

Redknapp hafnaði Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Portsmouth.
Harry Redknapp, stjóri Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp verður áfram knattspyrnustjóri Portsmouth en hann útilokaði í samtali við fréttamenn í morgun að taka við Newcastle.

Fréttastofa Sky hélt því fram í gær að hann hefði hitt Mike Ashley, eiganda Newcastle, að máli í Lundúnum. Redknapp frestaði vikulegum blaðamannafundi sínum í gær.

En eftir að hafa hugleitt málið í nótt hefur Redknapp komist að þeirri niðurstöðu að hann verði áfram hjá Portsmouth.

Redknapp hefur ætíð haldið því fram að hann sé ánægður hjá Portsmouth en hann hefur engu að síðar ítrekað verið orðaður við stjórastöðuna hjá Newcastle í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×