Innflytjendur geta nú sótt ráðgjöf og upplýsingar um réttindi sín og skyldur í Þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjódd.
Boðið er upp á lögfræðilega ráðgjöf og almenna ráðgjöf, til að mynda um dvalarleyfi og ríkisborgararéttindi, auk upplýsinga um menntunarmöguleika og frístundir.
Túlkaþjónusta er í boði þegar þörf krefur.
Reykjavíkurborg hefur boðið upp á sambærilega þjónustu í Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða á Skúlagötu 21.- ibs
Auka á aðgengi innflytjenda
