Íslendingarnir í Reading halda áfram að skora sigurmörk fyrir félagið. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði sigurmark liðsins um síðustu helgi en í kvöld skoraði Ívar Ingimarsson sigurmarkið gegn Blackpool.
Ívar og Brynjar voru báðir í byrjunarliði Reading í kvöld. Ívar skoraði á 27. mínútu en nokkrum mínútum síðar missti Blackpool mann af velli með rautt spjald. Mark Ívars reyndist eina mark leiksins og Reading vann 1-0.
Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley sem gerði 2-2 jafntefli gegn Cardiff í kvöld. Jóhannes fékk gult spjald í leiknum. Aron Einar Gunnarsson allan leikinn fyrir Coventry sem vann góðan 2-1 útisigur á Charlton.
Heiðar Helguson lék allan leikinn fyrir QPR sem tapaði 1-0 fyrir Sheffield Wednesday. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins í ensku 1. deildinni.
Burnley - Cardiff 2-2Charlton - Coventry 1-2
Nott Forest - Sheff Utd 0-1
Plymouth - Birmingham 0-1
Preston - Doncaster 1-0
Sheff Wed - QPR 1-0
Swansea - Barnsley 2-2
Wolves - Derby 3-0
Reading - Blackpool 1-0