Lazio vann Inter og komst þar með í 2. sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Immobile jafnaði metin fyrir Lazio í kvöld.
Immobile jafnaði metin fyrir Lazio í kvöld. vísir/getty

Lazio gerði sér lítið fyrir og vann Inter í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-1 fyrir Lazio sem voru 1-0 undir í hálfleik.Fyrri hálfleikur var vægast sagt hrútleiðinlegur en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 44. mínútu og kom heldur betur úr óvæntri átt. Ashley Young skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir félagið er hann fylgdi eftir skoti Antonio Candreva sem Thomas Strakosha í marki Lazio sló út í vítateiginn. Heimamenn í Lazio jöfnuðu hins vegar metin strax í upphafi en þeir fengu vítaspyrnu á 50. mínútu sem Ciro Immobile tók. Honum brást ekki bogalistin staðan því oðrin 1-1. Var þetta 25. mark Immobile á leiktíðinni en þar af hafa 10 komið af vítapunktinum.Það var svo Serbinn stóri og stæðilegi Sergej Milinkovic-Savic sem tryggði Lazio stigin þrjú með góðu skoti eftir þunga sókn Lazio á 69. mínútu. Inter gerðu hvað þeir gátu til að sækja jöfnunarmark en allt kom fyrir ekki og sigurinn því Lazio manna. Lokatölur 2-1 og Lazio þar með komið upp í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnra með 56 stig, stigi á eftir ríkjandi mesturum í Juventus. Inter Milan eru svo í 3. sæti með 54 stig.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.