Erlent

Lithimnuskönnun á flugvelli

Farþegar á leið í sumarfrí á Flórída mega búast við annars konar eftirliti á flugvellinum en hingað til. Alþjóðaflugvöllurinn í Orlando er fyrsti flugvöllurinn sem tekur upp lithimnuskönnun til að reyna að bera kennsl á grunaða hryðjuverkamenn. Þeir sem eiga leið um völlinn stilla sér upp fyrir framan skanna og horfa í spegil á meðan lithimnan er lesin inn. Bæði augun eru skoðuð. Búnaður af því tagi sem notaður er ætti þó að vera sumum íslenskum farþegum kunnuglegur: Hann er meðal annars notaður á vinsælum líkamsræktarstöðvum í höfuðborginni til að hleypa viðskiptavinum inn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×