Fimleikastúlkan sem endaði í sleggjukasti Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2014 07:30 Framtíðin virðist björt hjá hinum 18 ára gamla sleggjukastara Vigdísi Jónsdóttur sem er nýr Íslandsmethafi í greininni eftir stórbætingu á móti í Kaplakrika síðastliðinn sunnudag. Fréttablaðið/daníel „Ég bjóst kannski við að kasta svona 51-52 metra en sleggjan fór alveg yfir 55 metrana sem kom skemmtilega á óvart,“ segir Vigdís Jónsdóttir, 18 ára frjálsíþróttakona úr FH, sem á sunnudaginn bætti fimm ára gamalt Íslandsmet ÍR-ingsins Söndru Pétursdóttur í sleggjukasti kvenna. Vigdís var að keppa á Coca Cola-móti FH á heimavelli sínum í Kaplakrika og þrumaði sleggjunni 54,51 metra í fyrsta kasti. Hún var þá búin að bæta Íslandsmetið sem var 54,19 metrar. Vigdís bætti um betur og kastaði næst 55,23 metra og bætti Íslandsmetið um 1,04 metra. Enn fremur bætti hún eigin árangur með 4 kg sleggjunni um ríflega 10 metra. „Sleggjan var ekkert búin að fara rosalega langt á æfingum en þetta er í takt við það hvernig mér gengur á mótum. Mér gengur betur þegar ég keppi – fæ eitthvert svona adrenalínkikk,“ segir Vigdís sem setti stefnuna ekki á Íslandsmet í fullorðinsflokki heldur í flokki 18-19 ára. „Ég ætlaði kannski að ná stóra metinu í sumar en 18-19 ára metið átti að fara. Ég bætti metið strax í fyrsta kasti og við öll sem stóðum þarna fengum alveg sjokk. Svo bætti ég metið strax í næsta kasti og við urðum öll himinlifandi.“fréttablaðið/daníelSleggjan betri fyrir ökklana Þessi efnilega íþróttakona hefur aðeins æft sleggjukast í 18 mánuði. Alla æsku sína æfði hún fimleika, fyrst með Björk og síðar Stjörnunni, en hún sagði skilið við fimleikana fyrir tveimur árum. „Ég var búin að vera með álagsmeiðsli í ökkla sem höfðu tekið sinn toll og ég bara gat ekki meira. Það voru álagsbrot í báðum ökklum þannig ég gat ekki keppt mikið. Það endaði með því að mér var alltaf illt og var alltaf vafinn þannig að ég ákvað að taka mér pásu,“ segir Vigdís en pásan varð varanleg og ákvað hún því að prófa frjálsar. Stefnan var fyrst tekin á spjótkast. „Ég byrjaði að hlaupa en ætlaði síðan að fara í spjótkastið því mér fannst það spennandi. En kastþjálfarinn minn, Eggert Bogason, sá meiri sleggjukastara í mér og leyfði mér að prófa. Svo var ég bara svo fljót að ná tækninni,“ segir Vigdís en meiðslin sem stóðu í vegi fyrir henni í fimleikunum angra hana ekkert í dag. „Ég hef reyndar bara batnað. Ég meiddist rosalega illa í apríl 2011 og fór til sjúkraþjálfara að styrkja ökklann en ég lenti oft illa eftir það. Ökklarnir hafa bara styrkst í sleggjunni. Fimleikarnir gera mér samt mjög gott og eru góður grunnur.“ Beðið eftir niðurstöðum Kast Vigdísar er eðli málsins samkvæmt það lengsta á árinu en með því vann hún sér sæti í landsliðinu sem tekur þátt í Evrópubikarkeppninni sem fram fer í Georgíu í júní. „Ég á bara eftir að fá niðurstöðurnar úr lyfjaprófinu sem ég fór í eftir mótið á sunnudaginn. En lengsta kastið gildir þannig að vonandi kemst ég til Georgíu,“ segir Vigdís. Hún setur stefnuna á fleiri mót á árinu og langar mikið að komast með Anítu Hinriksdóttur á heimsmeistaramót 20 ára og yngri sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. „Mig vantar tvo metra til að ná lágmarkinu fyrir það. Ég þarf að kasta 57 metra til að komast á HM. Það væri alveg rosalega skemmtilegt að fara með Anítu og Hilmari.“ Stóra markmiðið er auðvitað Ólympíuleikarnir en ekki eftir tvö ár í Ríó. „Með þessu kasti á sunnudaginn hoppaði ég upp í 13. sæti á Evrópulistanum í mínum aldursflokki og nú set ég stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En ég ætla líka að reyna keppa á Smáþjóðaleikunum á næsta ári hérna heima. Þjálfarinn minn ætlar að reyna fá sleggjukast sem keppnisgrein,“ segir Vigdís Jónsdóttir.fréttablaðið/daníelKomst langt í fimleikunum Kastsería Vigdísar var mjög myndarleg á mótinu í Krikanum en fimm af sex köstum hennar voru yfir 52 metra, hún tvíbætti Íslandsmetið og gerði aðeins einu sinni ógilt. Vigdís er uppalin í Hafnarfirði og stundar nám í Kvennaskólanum í Reykjavík þar sem hún er á öðru ári. „Þetta flækist stundum hvort fyrir öðru en þetta sleppur alveg,“ segir hún og hlær við. Fimleikaferill hennar var sæmilega farsæll og ekki að ástæðulausu að hún hefur náð svona langt á svo skömmum tíma í sleggjunni. „Ég komst tvisvar á úrtökumótin fyrir Evrópuliðin en komst reyndar ekki í liðið. Ég komst samt alveg langt í fimleikunum. En nú á sleggjukastið hug minn allan og ég set kraftinn í það,“ segir Vigdís Jónsdóttir. Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjá meira
„Ég bjóst kannski við að kasta svona 51-52 metra en sleggjan fór alveg yfir 55 metrana sem kom skemmtilega á óvart,“ segir Vigdís Jónsdóttir, 18 ára frjálsíþróttakona úr FH, sem á sunnudaginn bætti fimm ára gamalt Íslandsmet ÍR-ingsins Söndru Pétursdóttur í sleggjukasti kvenna. Vigdís var að keppa á Coca Cola-móti FH á heimavelli sínum í Kaplakrika og þrumaði sleggjunni 54,51 metra í fyrsta kasti. Hún var þá búin að bæta Íslandsmetið sem var 54,19 metrar. Vigdís bætti um betur og kastaði næst 55,23 metra og bætti Íslandsmetið um 1,04 metra. Enn fremur bætti hún eigin árangur með 4 kg sleggjunni um ríflega 10 metra. „Sleggjan var ekkert búin að fara rosalega langt á æfingum en þetta er í takt við það hvernig mér gengur á mótum. Mér gengur betur þegar ég keppi – fæ eitthvert svona adrenalínkikk,“ segir Vigdís sem setti stefnuna ekki á Íslandsmet í fullorðinsflokki heldur í flokki 18-19 ára. „Ég ætlaði kannski að ná stóra metinu í sumar en 18-19 ára metið átti að fara. Ég bætti metið strax í fyrsta kasti og við öll sem stóðum þarna fengum alveg sjokk. Svo bætti ég metið strax í næsta kasti og við urðum öll himinlifandi.“fréttablaðið/daníelSleggjan betri fyrir ökklana Þessi efnilega íþróttakona hefur aðeins æft sleggjukast í 18 mánuði. Alla æsku sína æfði hún fimleika, fyrst með Björk og síðar Stjörnunni, en hún sagði skilið við fimleikana fyrir tveimur árum. „Ég var búin að vera með álagsmeiðsli í ökkla sem höfðu tekið sinn toll og ég bara gat ekki meira. Það voru álagsbrot í báðum ökklum þannig ég gat ekki keppt mikið. Það endaði með því að mér var alltaf illt og var alltaf vafinn þannig að ég ákvað að taka mér pásu,“ segir Vigdís en pásan varð varanleg og ákvað hún því að prófa frjálsar. Stefnan var fyrst tekin á spjótkast. „Ég byrjaði að hlaupa en ætlaði síðan að fara í spjótkastið því mér fannst það spennandi. En kastþjálfarinn minn, Eggert Bogason, sá meiri sleggjukastara í mér og leyfði mér að prófa. Svo var ég bara svo fljót að ná tækninni,“ segir Vigdís en meiðslin sem stóðu í vegi fyrir henni í fimleikunum angra hana ekkert í dag. „Ég hef reyndar bara batnað. Ég meiddist rosalega illa í apríl 2011 og fór til sjúkraþjálfara að styrkja ökklann en ég lenti oft illa eftir það. Ökklarnir hafa bara styrkst í sleggjunni. Fimleikarnir gera mér samt mjög gott og eru góður grunnur.“ Beðið eftir niðurstöðum Kast Vigdísar er eðli málsins samkvæmt það lengsta á árinu en með því vann hún sér sæti í landsliðinu sem tekur þátt í Evrópubikarkeppninni sem fram fer í Georgíu í júní. „Ég á bara eftir að fá niðurstöðurnar úr lyfjaprófinu sem ég fór í eftir mótið á sunnudaginn. En lengsta kastið gildir þannig að vonandi kemst ég til Georgíu,“ segir Vigdís. Hún setur stefnuna á fleiri mót á árinu og langar mikið að komast með Anítu Hinriksdóttur á heimsmeistaramót 20 ára og yngri sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. „Mig vantar tvo metra til að ná lágmarkinu fyrir það. Ég þarf að kasta 57 metra til að komast á HM. Það væri alveg rosalega skemmtilegt að fara með Anítu og Hilmari.“ Stóra markmiðið er auðvitað Ólympíuleikarnir en ekki eftir tvö ár í Ríó. „Með þessu kasti á sunnudaginn hoppaði ég upp í 13. sæti á Evrópulistanum í mínum aldursflokki og nú set ég stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En ég ætla líka að reyna keppa á Smáþjóðaleikunum á næsta ári hérna heima. Þjálfarinn minn ætlar að reyna fá sleggjukast sem keppnisgrein,“ segir Vigdís Jónsdóttir.fréttablaðið/daníelKomst langt í fimleikunum Kastsería Vigdísar var mjög myndarleg á mótinu í Krikanum en fimm af sex köstum hennar voru yfir 52 metra, hún tvíbætti Íslandsmetið og gerði aðeins einu sinni ógilt. Vigdís er uppalin í Hafnarfirði og stundar nám í Kvennaskólanum í Reykjavík þar sem hún er á öðru ári. „Þetta flækist stundum hvort fyrir öðru en þetta sleppur alveg,“ segir hún og hlær við. Fimleikaferill hennar var sæmilega farsæll og ekki að ástæðulausu að hún hefur náð svona langt á svo skömmum tíma í sleggjunni. „Ég komst tvisvar á úrtökumótin fyrir Evrópuliðin en komst reyndar ekki í liðið. Ég komst samt alveg langt í fimleikunum. En nú á sleggjukastið hug minn allan og ég set kraftinn í það,“ segir Vigdís Jónsdóttir.
Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjá meira