Erlent

Bannað að fjarlægja eistu stelpustráka

Taílendingar. Myndin tengist þó ekki fréttinni.
Taílendingar. Myndin tengist þó ekki fréttinni. MYND/AP

Heilbrigðisyfirvöld í Taílandi hafa bannað spítölum og læknastofum að fjarlægja eistu svonefndra „katoey" eða stelpustráka í fegurðarskyni á þeirri forsendu að í raun sé verið að framkvæma ódýra og fljótlega kynskiptaaðgerð.

Að fjarlægja eistu tekur aðeins stundarfjórðung og þarf ekki að kosta meira en sem nemur 8.000 íslenskum krónum. Undanfari kynskiptaaðgerðar þarf hins vegar samkvæmt reglum að vera ítarlegt skapgerðar- og sálfræðimat þess sem gangast hyggst undir hana, að viðlögðu sex mánaða fangelsi.

Talsmenn stjórnvalda viðurkenna að erfitt geti reynst að framfylgja banninu vegna þess hve einföld aðgerðin sé. Taílendingar eru með fremstu þjóðum heims á sviði kynskiptaaðgerða en þar eru stelpustrákar stækkandi þjóðfélagshópur sem gjarnan er vísað til sem „þriðja kynsins".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×