Erlent

Þekktur kínverskur andófsmaður fangelsaður

Einn þekktasti andófsmaður Kínverja, Hu Jia, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfsárs fangelsi fyrir undirróðursstarfsemi. Jia er þrjátíu og fjögurra ára gamall og hefur barist fyrir mannréttindamálum í Kína um árabil. Á meðal helstu baráttumála hafa verið umhverfismál, trúfrelsi og réttindi þeirra sem smitaðir eru af HIV veirunni.

Það vekur athygli að dómurinn yfir Jia fellur einum degi eftir að alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International gáfu út skýrslu þar sem kínversk stjórnvöld eru sökuð um að þagga niður í andófsmönnum í landinu í aðdraganda Ólympíuleikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×