Tónlist

Bein útsending: Spila tónlist í Rauðhólum

Tinni Sveinsson skrifar
Plötusnúðurinn Bensöl, eða Benedikt Sölvi, kemur sér fyrir í Rauðhólum og spilar þar tónlist.
Plötusnúðurinn Bensöl, eða Benedikt Sölvi, kemur sér fyrir í Rauðhólum og spilar þar tónlist.

Plötusnúðurinn Bensöl ætlar að koma sér fyrir í Rauðhólum og spila þar danstónlist í útsendingu sem hefst klukkan níu.

Útsendingin er á vegum íslenska viðburðafyrirtækisins Volume sem sérhæfir sig í útsendingum þar sem plötusnúðar þeyta skífum á framandi stöðum.

Benedikt hefur unnið í og við tónlistarheiminn til fjölda ára. Hann hefur hjálpað að móta íslenska danstónlistarstefnu og verið ötull stuðningsmaður hennar frá upphafi. Hann hefur ferðast víða og spilað á ótrúlegustu stöðum, meðal annars þegar hann var búsettur á Ibiza og í Barcelona.

En nú kemur hann sér fyrir í Rauðhólum og tekur klukkutíma teknósett í íslenskri náttúru þar sem íslenskir hestar fá meðal annars að njóta tónanna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.