Adriano Galliani hefur staðfest að AC Milan hafi áhuga á Daniel Agger, varnarmanni Liverpool. Þessi 23 ára danski miðvörður kom á Anfield árið 2006.
AC Milan ætlar að bæta við sig varnarmanni í janúar og er Agger efstur á óskalistanum ásamt tveimur til þremur öðrum leikmönnum.
Rafa Benítez, stjóri Liverpool, vill halda Agger en sögusagnir hafa verið í gangi um að Agger sé tilbúinn að yfirgefa Anfield. Hann hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við topplið ensku úrvalsdeildarinnar.