Fyrsta tilkynningin frá Iceland Airwaves Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2020 12:00 Alltaf mikið stuð á Airwaves. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur 4. - 7. nóvember næstkomandi og er komin út fyrsta tilkynning frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Iceland Airwaves er árleg uppskeruhátíð íslenskrar tónlistar þar sem rótgrónar íslenskar og erlendar hljómsveitir koma fram ásamt nýjum íslenskum listamönnum og úrvali af ferskustu erlendum böndum heims, frá öllum heimshornum. Alþjóðlegu listamennirnir sem koma fram í ár eru meðal annars hin ástralska Courtney Barnett sem kemur fram tvö kvöld í Fríkirkjunni, ein á sviði. Black Pumas eru eitt heitasta nafnið í dag og hafa selt upp túrinn sinn víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin og hlutu tilnefningu til Grammy verðlauna sem besta nýja hljómsveitin. Breska bandið Metronomy hefur verið vinsælt í rúman áratug og eru þekkt fyrir að vera einir skemmtilegustu flytjendurnir í dag. Íslensku böndin í ár eru meðal annars Eurosonic MME verðlaunahafarnir Daughters of Reykjavik, Benni Hemm Hemm kemur fram í fyrsta sinn í mörg ár og einnig Sin Fang. Júníus Meyvant kemur tvisvar sinnum fram á hátíðinni, annars vegar með hljómsveitinni sinni og hins vegar einn á sviði. Indí rokkið verður fyrirferðamikið hátíðinni í ár en böndin Squid, Dry Cleaning, The Murder Capital, BSÍ og Pale Moon eru öll á hraðri uppleið hér- og erlendis. Framtíðarpoppið mætir líka en K.óla, , Kiryama Family, Tami T, gugusar, Dorian Electra og Lynks Afrikka koma fram. Elton John sjálfur segir að Lynks Afrikka sé eitt besta bandið ársins 2020, Tami T hefur lengi unnið og túrað með Fever Ray og gugusar er ein yngsta og efnilegasta raftónlistarkona Íslands. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem kynntir voru inn á hátíðina í dag: ADHD // Andavald // Andy Svarthol // Benni Hemm Hemm // Black Pumas (US) // BSÍ // Chlobocop (UK) // Courtney Barnett (solo) (AU) // Daughters of Reykjavík // dj. flugvél og geimskip // Dorian Electra (US) // Dry Cleaning (UK) // Erika de Casier (DK) // GRÓA // gugusar // Halldór Eldjárn // Júníus Meyvant // Kiriyama Family // K.óla // Krummi // Lynks Afrikka (UK) // Metronomy (UK) // MSEA // Myrkvi // omotrack // Oyama // Pale Moon // Sólveig Matthildur // S.hel // Sin Fang // Sinmara // Squid (UK) // Tami T (DE) // The Murder Capital (IE) Airwaves Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur 4. - 7. nóvember næstkomandi og er komin út fyrsta tilkynning frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Iceland Airwaves er árleg uppskeruhátíð íslenskrar tónlistar þar sem rótgrónar íslenskar og erlendar hljómsveitir koma fram ásamt nýjum íslenskum listamönnum og úrvali af ferskustu erlendum böndum heims, frá öllum heimshornum. Alþjóðlegu listamennirnir sem koma fram í ár eru meðal annars hin ástralska Courtney Barnett sem kemur fram tvö kvöld í Fríkirkjunni, ein á sviði. Black Pumas eru eitt heitasta nafnið í dag og hafa selt upp túrinn sinn víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin og hlutu tilnefningu til Grammy verðlauna sem besta nýja hljómsveitin. Breska bandið Metronomy hefur verið vinsælt í rúman áratug og eru þekkt fyrir að vera einir skemmtilegustu flytjendurnir í dag. Íslensku böndin í ár eru meðal annars Eurosonic MME verðlaunahafarnir Daughters of Reykjavik, Benni Hemm Hemm kemur fram í fyrsta sinn í mörg ár og einnig Sin Fang. Júníus Meyvant kemur tvisvar sinnum fram á hátíðinni, annars vegar með hljómsveitinni sinni og hins vegar einn á sviði. Indí rokkið verður fyrirferðamikið hátíðinni í ár en böndin Squid, Dry Cleaning, The Murder Capital, BSÍ og Pale Moon eru öll á hraðri uppleið hér- og erlendis. Framtíðarpoppið mætir líka en K.óla, , Kiryama Family, Tami T, gugusar, Dorian Electra og Lynks Afrikka koma fram. Elton John sjálfur segir að Lynks Afrikka sé eitt besta bandið ársins 2020, Tami T hefur lengi unnið og túrað með Fever Ray og gugusar er ein yngsta og efnilegasta raftónlistarkona Íslands. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem kynntir voru inn á hátíðina í dag: ADHD // Andavald // Andy Svarthol // Benni Hemm Hemm // Black Pumas (US) // BSÍ // Chlobocop (UK) // Courtney Barnett (solo) (AU) // Daughters of Reykjavík // dj. flugvél og geimskip // Dorian Electra (US) // Dry Cleaning (UK) // Erika de Casier (DK) // GRÓA // gugusar // Halldór Eldjárn // Júníus Meyvant // Kiriyama Family // K.óla // Krummi // Lynks Afrikka (UK) // Metronomy (UK) // MSEA // Myrkvi // omotrack // Oyama // Pale Moon // Sólveig Matthildur // S.hel // Sin Fang // Sinmara // Squid (UK) // Tami T (DE) // The Murder Capital (IE)
Airwaves Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira