Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2019 06:15 Mislingar hafa ekki haft mikil áhrif á bráðamóttöku Landspítalans. Fáir hafa sýkst. Fréttablaðið/Stefán Líklegt þykir að sjötta mislingasmitið sem talið er hafa komið fram í 19 mánaða dreng sé ekki smit af völdum mislinga heldur aðeins aukaverkun af bólusetningu sem drengurinn fór í þremur vikum áður. Drengurinn er ekki veikur að öðru leyti, til að mynda með hita eða eitthvað slíkt, heldur aðeins dauf útbrotseinkenni. Því telja yfirvöld líklegra að aðeins fimm tilfelli hafi greinst af mislingum en vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Aðeins minna er til af bóluefni gegn mislingum en vonast var til. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist einnig vera skortur á bóluefninu í Evrópu og ekki búið að útvega meira af því en það sem kemur til landsins í þessari viku vegna þessa. Leiðbeiningar verða gefnar út um dreifingu bóluefnisins. Að mörgu leyti hefur gengið afar vel að berjast við mislingana nú og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægður með árangurinn. „Þetta hefur tekist vel og heilsugæslurnar unnið frábært starf. Við getum hins vegar ekki fagnað of snemma því enn geta ný smit komið upp þar sem allt að þrjár vikur getur tekið fyrir sýktan einstakling að fá einkenni,“ segir Þórólfur. „Gríðarmargir hafa verið bólusettir og von er á því að fleiri verði bólusettir á næstu dögum og við erum ánægð með að allir í þessari keðju hafa staðið sig vel.“ Enn er verið að fylgjast með tugum einstaklinga sem eru í heimasóttkví bæði fyrir austan og á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að sem fæstir af þeim séu sýktir af mislingum. Landspítali, heilsugæslur og sóttvarnalæknir hafa haldið daglega fundi um faraldurinn til að ráða ráðum sínum. Þar eru menn enn á tánum enda sagt að hvert nýtt tilfelli færi stöðuna aftur á byrjunarreit, eða um þrjár vikur. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Líklegt þykir að sjötta mislingasmitið sem talið er hafa komið fram í 19 mánaða dreng sé ekki smit af völdum mislinga heldur aðeins aukaverkun af bólusetningu sem drengurinn fór í þremur vikum áður. Drengurinn er ekki veikur að öðru leyti, til að mynda með hita eða eitthvað slíkt, heldur aðeins dauf útbrotseinkenni. Því telja yfirvöld líklegra að aðeins fimm tilfelli hafi greinst af mislingum en vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Aðeins minna er til af bóluefni gegn mislingum en vonast var til. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist einnig vera skortur á bóluefninu í Evrópu og ekki búið að útvega meira af því en það sem kemur til landsins í þessari viku vegna þessa. Leiðbeiningar verða gefnar út um dreifingu bóluefnisins. Að mörgu leyti hefur gengið afar vel að berjast við mislingana nú og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægður með árangurinn. „Þetta hefur tekist vel og heilsugæslurnar unnið frábært starf. Við getum hins vegar ekki fagnað of snemma því enn geta ný smit komið upp þar sem allt að þrjár vikur getur tekið fyrir sýktan einstakling að fá einkenni,“ segir Þórólfur. „Gríðarmargir hafa verið bólusettir og von er á því að fleiri verði bólusettir á næstu dögum og við erum ánægð með að allir í þessari keðju hafa staðið sig vel.“ Enn er verið að fylgjast með tugum einstaklinga sem eru í heimasóttkví bæði fyrir austan og á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að sem fæstir af þeim séu sýktir af mislingum. Landspítali, heilsugæslur og sóttvarnalæknir hafa haldið daglega fundi um faraldurinn til að ráða ráðum sínum. Þar eru menn enn á tánum enda sagt að hvert nýtt tilfelli færi stöðuna aftur á byrjunarreit, eða um þrjár vikur.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00
Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30
Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels