Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2019 08:09 Frá aðgerðum í gærkvöldi. Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um fimmtíu hvalir strönduðu þar í gærkvöldi og tókst að losa nokkra strax í gærkvöldi en björgunarsveitarmenn voru hjá þeim hvölum sem sátu fastir í nótt á meðan beðið var eftir flóði í morgunsárið. Það byrjaði að flæða að um klukkan sex í morgun og var háflóð rétt fyrir klukkan átta í morgun. Þegar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, heyrði í viðbragðsaðilum á vettvangi í morgun hafði tekist að bjarga um helmingi þeirra hvala sem sátu fastir. Aðstoða þurfti einhverja til að ná áttum þegar tekist hafði að losa þá. Þeir sem enn sitja fastir munu vafalaust vera það þangað til byrjar að fjara út og verður staðan þá nokkuð endanleg fyrir þá að sögn Davíðs. Óttast var að margir hvalirnir sem sátu fastir myndu ekki lifa nóttina af en björgunarsveitarmenn lögðu sig fram við að halda þeim rökum með blautum teppum og tuskum ásamt því að hella vatni yfir þá úr fötum. Björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu stóðu vaktina í nótt en um sex leytið voru nokkrir hópar til viðbótar kallaðir út til að hjálpa til við að ýta hvölunum út. Staðan rétt fyrir klukkan átta í morgun var því sú að búið var að koma öllum þeim hvölum sem hægt var að bjarga á sund. Er stefnt að því að björgunarsveitarmenn á vettvangi fari að ganga frá á vettvangi og halda til síns heima. „Þetta hefur gengið vel þó þetta sé alveg hörmulegt að horfa upp á hvalina sem voru þarna,“ segir Davíð. Björgunarsveitir Dýr Lögreglumál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. 2. ágúst 2019 23:28 Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um fimmtíu hvalir strönduðu þar í gærkvöldi og tókst að losa nokkra strax í gærkvöldi en björgunarsveitarmenn voru hjá þeim hvölum sem sátu fastir í nótt á meðan beðið var eftir flóði í morgunsárið. Það byrjaði að flæða að um klukkan sex í morgun og var háflóð rétt fyrir klukkan átta í morgun. Þegar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, heyrði í viðbragðsaðilum á vettvangi í morgun hafði tekist að bjarga um helmingi þeirra hvala sem sátu fastir. Aðstoða þurfti einhverja til að ná áttum þegar tekist hafði að losa þá. Þeir sem enn sitja fastir munu vafalaust vera það þangað til byrjar að fjara út og verður staðan þá nokkuð endanleg fyrir þá að sögn Davíðs. Óttast var að margir hvalirnir sem sátu fastir myndu ekki lifa nóttina af en björgunarsveitarmenn lögðu sig fram við að halda þeim rökum með blautum teppum og tuskum ásamt því að hella vatni yfir þá úr fötum. Björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu stóðu vaktina í nótt en um sex leytið voru nokkrir hópar til viðbótar kallaðir út til að hjálpa til við að ýta hvölunum út. Staðan rétt fyrir klukkan átta í morgun var því sú að búið var að koma öllum þeim hvölum sem hægt var að bjarga á sund. Er stefnt að því að björgunarsveitarmenn á vettvangi fari að ganga frá á vettvangi og halda til síns heima. „Þetta hefur gengið vel þó þetta sé alveg hörmulegt að horfa upp á hvalina sem voru þarna,“ segir Davíð.
Björgunarsveitir Dýr Lögreglumál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. 2. ágúst 2019 23:28 Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. 2. ágúst 2019 23:28
Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21