Sigur í kúluvarpi kom á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2019 11:00 María Rún fréttablaðið FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir var fimm verðlaunapeningum ríkari eftir Meistaramót Íslands um helgina. Hún vann til gullverðlauna í hástökki, kúluvarpi og 60 metra grindahlaupi og silfurverðlauna í langstökki og 4x400 boðhlaupi með sveit FH. „Ég stefndi alveg á að vinna hástökkið og grindahlaupið en sigurinn í kúluvarpi kom á óvart. Það er ekki beint mín sterkasta grein,“ sagði María þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar í gær. „Í langstökkinu vorum við nokkrar sem börðumst um 2. sætið þannig að ég var sátt með að ná því,“ bætti María við en Hafdís Sigurðardóttir varð hlutskörpust í langstökki. María nældi sér ekki bara í gull í kúluvarpi og grindahlaupi heldur bætti hún sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún kastaði kúlunni lengst 12,75 metra og kom í mark á 8,71 sekúndu í grindahlaupinu. Þá náði hún sínum besta árangri á tímabilinu í langstökki (5,79 metrar). „Þetta kom svolítið á óvart því langstökkið, kúluvarpið og grindahlaupið var eiginlega allt á sama tíma þannig að maður var á hlaupum á milli. Maður hafði ekki mikinn tíma til að einbeita sér að einni grein,“ sagði María. Lið hennar, FH, varð Íslandsmeistari í liðakeppni. FH-ingar fengu 50 stig, tveimur stigum meira en ÍR. María hefur byrjað árið 2019 af miklum krafti en um þarsíðustu helgi varð hún meistari í fimmtarþraut á Íslandsmótinu innanhúss í fjölþraut. Þar fékk hún 3.927 stig sem er ekki langt frá hennar besta árangri (3.940 stig). „Ég klúðraði hástökkinu þar og tapaði dýrmætum stigum. En ég stefni á að taka aðra fimmtarþraut eftir tvær helgar. Bikarinn er um næstu helgi og síðan ætla ég að taka eina aðra þraut,“ sagði María. Hún segir að grindahlaupið og hástökkið séu hennar sterkustu greinar eins og staðan er núna. Það sé þó mismunandi eftir tímabilum hvaða greinar hún leggi mesta áherslu á. „Núna hef ég lagt áherslu á að ná langstökkinu aftur upp. Maður reynir að dreifa þessu og ná öllum greinunum,“ sagði María. Hún hóf ferilinn hjá Ármanni en skipti yfir í FH 2016. „Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Ég þurfti á smá breytingu að halda. Stundum þarf maður að breyta um umhverfi,“ sagði María. Guðmundur Hólmar Jónsson er hennar aðalþjálfari en Óðinn Björn Þorsteinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir hafa einnig verið henni innan handar; Óðinn með kúluvarpið og styrktarþjálfun og Ragnheiður með grindahlaupið. María segir ýmislegt á dagskrá hjá sér í sumar. „Smáþjóðaleikar og Evrópubikar í þraut og með landsliðinu. Ég stefni á góða bætingu í þrautinni. Ég á það alveg inni,“ sagði hún. María segir að árangur helgarinnar gefi henni byr undir báða vængi. „Algjörlega, þetta er mjög jákvætt fyrir næstu mót og sumarið. Þetta kemur manni í gang,“ sagði María að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira
FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir var fimm verðlaunapeningum ríkari eftir Meistaramót Íslands um helgina. Hún vann til gullverðlauna í hástökki, kúluvarpi og 60 metra grindahlaupi og silfurverðlauna í langstökki og 4x400 boðhlaupi með sveit FH. „Ég stefndi alveg á að vinna hástökkið og grindahlaupið en sigurinn í kúluvarpi kom á óvart. Það er ekki beint mín sterkasta grein,“ sagði María þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar í gær. „Í langstökkinu vorum við nokkrar sem börðumst um 2. sætið þannig að ég var sátt með að ná því,“ bætti María við en Hafdís Sigurðardóttir varð hlutskörpust í langstökki. María nældi sér ekki bara í gull í kúluvarpi og grindahlaupi heldur bætti hún sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún kastaði kúlunni lengst 12,75 metra og kom í mark á 8,71 sekúndu í grindahlaupinu. Þá náði hún sínum besta árangri á tímabilinu í langstökki (5,79 metrar). „Þetta kom svolítið á óvart því langstökkið, kúluvarpið og grindahlaupið var eiginlega allt á sama tíma þannig að maður var á hlaupum á milli. Maður hafði ekki mikinn tíma til að einbeita sér að einni grein,“ sagði María. Lið hennar, FH, varð Íslandsmeistari í liðakeppni. FH-ingar fengu 50 stig, tveimur stigum meira en ÍR. María hefur byrjað árið 2019 af miklum krafti en um þarsíðustu helgi varð hún meistari í fimmtarþraut á Íslandsmótinu innanhúss í fjölþraut. Þar fékk hún 3.927 stig sem er ekki langt frá hennar besta árangri (3.940 stig). „Ég klúðraði hástökkinu þar og tapaði dýrmætum stigum. En ég stefni á að taka aðra fimmtarþraut eftir tvær helgar. Bikarinn er um næstu helgi og síðan ætla ég að taka eina aðra þraut,“ sagði María. Hún segir að grindahlaupið og hástökkið séu hennar sterkustu greinar eins og staðan er núna. Það sé þó mismunandi eftir tímabilum hvaða greinar hún leggi mesta áherslu á. „Núna hef ég lagt áherslu á að ná langstökkinu aftur upp. Maður reynir að dreifa þessu og ná öllum greinunum,“ sagði María. Hún hóf ferilinn hjá Ármanni en skipti yfir í FH 2016. „Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Ég þurfti á smá breytingu að halda. Stundum þarf maður að breyta um umhverfi,“ sagði María. Guðmundur Hólmar Jónsson er hennar aðalþjálfari en Óðinn Björn Þorsteinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir hafa einnig verið henni innan handar; Óðinn með kúluvarpið og styrktarþjálfun og Ragnheiður með grindahlaupið. María segir ýmislegt á dagskrá hjá sér í sumar. „Smáþjóðaleikar og Evrópubikar í þraut og með landsliðinu. Ég stefni á góða bætingu í þrautinni. Ég á það alveg inni,“ sagði hún. María segir að árangur helgarinnar gefi henni byr undir báða vængi. „Algjörlega, þetta er mjög jákvætt fyrir næstu mót og sumarið. Þetta kemur manni í gang,“ sagði María að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira