Segir námsárangur nemenda aukast ef skólahaldi yrði seinkað Sylvía Hall skrifar 24. júní 2019 20:09 Skólameistari FB segir það hafa margvíslegar jákvæðar afleiðingar að seinka skólahaldi. Mynd/Getty Rannsóknir hafa sýnt að námsárangur nemenda eykst ef skóli byrjar seinna á daginn og því gæti breyting á skólatíma verið til hins betra. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún segir það vera tímabært að skólasamfélagið horfi á veruleikann eins og hann er. Ungt fólk hafi aðrar svefnvenjur en fullorðið fólk, það verður seinna syfjað á kvöldin og þurfi lengri svefn en aðrir aldurshópar. Þá telur hún að það gæti haft jákvæð áhrif á andlega heilsu námsmanna ef skólatíma yrði seinkað. „Tilraunir hafa verið gerðar á að byrja skóladaginn síðar, ekki mjög margar en þær hafa nokkrar verið gerðar, og þær sýna allar að námsárangur nemenda eykst og ég held líka að það geti verið hluti af þessum vanda sem við erum að etja við sem er aukinn kvíði og vanlíðan hjá fólki, besta meðalið við því er að fá góða hvíld og góðan svefn,“ segir Guðrún.Tímabært að huga að breytingum Hún segir það algengt að nemendur séu hálfsofandi í kennslustundum fyrri hluta dags þó það sé ekki algilt. Nemendur eru eins mismunandi og þeir eru margir en það er þó ekki nýtt vandamál að þeir séu verulega þreyttir í fyrstu tímum dagsins. Það sé því kominn tími til að hugsa um að breyta fyrirkomulagi kennslunnar. „Þetta þyrfti að undirbúa vel og þetta væri liður í því að breyta bara skólanum og skólastarfinu og breyta því í átt að þeim þörfum sem nútíminn kallar á, að við endurhugsum skólann og við hugsum skólann meira sem vinnustað. Að nemendur komi inn og séu þarna afmarkaðan tíma og séu þá með viðfangsefni og vinnu allan tímann,“ segir Guðrún og bendir á að í skólahaldi nú til dags, sérstaklega í áfangakerfum, sé það algengt að nemendur séu í hléum yfir daginn og oft líði langur tími milli kennslustunda. Hún segist vera opin fyrir því að skoða það að breyta fyrirkomulagi skóladagsins en slík ákvörðun sé ekki eitthvað sem hún framkvæmir upp á sitt eindæmi. Starfsfólk skólans þyrfti að samþykkja að ráðast í slíkar aðgerðir en hún segir fólk vera misspennt fyrir þeirri hugmynd að byrja seinna á morgnanna. „Þetta er náttúrulega hugmynd sem þyrfti að ræða fram og aftur og finna útfærslu á,“ segir Guðrún en bætir við að stærsti hluti nemenda myndi þó taka vel í breytingarnar.Viðtalið við Guðrúnu má heyra í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að námsárangur nemenda eykst ef skóli byrjar seinna á daginn og því gæti breyting á skólatíma verið til hins betra. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún segir það vera tímabært að skólasamfélagið horfi á veruleikann eins og hann er. Ungt fólk hafi aðrar svefnvenjur en fullorðið fólk, það verður seinna syfjað á kvöldin og þurfi lengri svefn en aðrir aldurshópar. Þá telur hún að það gæti haft jákvæð áhrif á andlega heilsu námsmanna ef skólatíma yrði seinkað. „Tilraunir hafa verið gerðar á að byrja skóladaginn síðar, ekki mjög margar en þær hafa nokkrar verið gerðar, og þær sýna allar að námsárangur nemenda eykst og ég held líka að það geti verið hluti af þessum vanda sem við erum að etja við sem er aukinn kvíði og vanlíðan hjá fólki, besta meðalið við því er að fá góða hvíld og góðan svefn,“ segir Guðrún.Tímabært að huga að breytingum Hún segir það algengt að nemendur séu hálfsofandi í kennslustundum fyrri hluta dags þó það sé ekki algilt. Nemendur eru eins mismunandi og þeir eru margir en það er þó ekki nýtt vandamál að þeir séu verulega þreyttir í fyrstu tímum dagsins. Það sé því kominn tími til að hugsa um að breyta fyrirkomulagi kennslunnar. „Þetta þyrfti að undirbúa vel og þetta væri liður í því að breyta bara skólanum og skólastarfinu og breyta því í átt að þeim þörfum sem nútíminn kallar á, að við endurhugsum skólann og við hugsum skólann meira sem vinnustað. Að nemendur komi inn og séu þarna afmarkaðan tíma og séu þá með viðfangsefni og vinnu allan tímann,“ segir Guðrún og bendir á að í skólahaldi nú til dags, sérstaklega í áfangakerfum, sé það algengt að nemendur séu í hléum yfir daginn og oft líði langur tími milli kennslustunda. Hún segist vera opin fyrir því að skoða það að breyta fyrirkomulagi skóladagsins en slík ákvörðun sé ekki eitthvað sem hún framkvæmir upp á sitt eindæmi. Starfsfólk skólans þyrfti að samþykkja að ráðast í slíkar aðgerðir en hún segir fólk vera misspennt fyrir þeirri hugmynd að byrja seinna á morgnanna. „Þetta er náttúrulega hugmynd sem þyrfti að ræða fram og aftur og finna útfærslu á,“ segir Guðrún en bætir við að stærsti hluti nemenda myndi þó taka vel í breytingarnar.Viðtalið við Guðrúnu má heyra í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00