Baldur og Heimir unnu Orkurallið Bragi Þórðarson skrifar 2. júní 2019 17:00 Baldur Arnar og Heimir á Subaru Impreza STI stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar eftir frábæran akstur. Þórður Bragason Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli fór fram um helgina, rallað var á föstudegi og laugardegi á sérleiðum á Reykjanesi. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar í Orkurallinu. Forskot þeirra eftir 120 kílómetra akstur á sérleiðum var ein mínúta og ellefu sekúndur. Slagurinn um annað sætið var gríðarlega spennandi. Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Sigfússon luku keppni á nákvæmlega sama tíma og Sigurður Arnar Pálsson og Svavar Friðrik Smárason. Gunnar og Ísak leiddu eftir fyrsta dag en á þriðju leið annars dags biluðu framdempararnir í Mitsubishi bíl þeirra og urðu þeir að sjá á eftir fyrsta sætinu. Að lokum þurftu Sigurður og Svavar að sætta sig við þriðja sætið þar sem Gunnar og Ísak náðu betri tíma á fyrstu leið keppninnar. Gunnar Karl og Ísak á Mitsubishi Lancer EVO X urðu að sætta sig við annað sætið.Þórður BragasonMikið um afföllTitilvörn Ragnars Bjarna Gröndal byrjaði illa. Í ár ekur hann með Emelíu Rut Hólmarsdóttur sér við hlið en þau urðu frá að hverfa á öðrum degi með brotna spyrnu. Gríðarlega svekkjandi þar sem þau leiddu keppnina á þeim tímapunkti. Svekkelsið breyttist þó snöggt í gleði er þau trúlofuðu sig seinna sama dag. Mikið var um afföll í Orkurallinu, 17 bílar hófu keppni en aðeins 10 luku henni. Í fjórða sæti urðu Skafti Skúlason og Gunnar Eyþórsson á Subaru Impreza, þeir félagar töpuðu talsverðum tíma er eldur kom upp í bíl þeirra eftir tíundu sérleið. Jósef og Guðni keyrðu hratt og örugglega í AB Varahluta flokknum.Þórður BragasonHörkuslagur í öllum flokkumÍ AB varahluta flokknum, flokki aflminni bíla, komu fyrstir í mark þeir Jósef Heimir Guðbjörnsson og Guðni Freyr Ómarsson. Þeir félagar keyrðu listavel alla helgina og var þetta fyrsti sigur Jósefs undir stýri. Heimamennirnir Garðar Gunnarsson og Óskar Sólmundarson höfðu forustu eftir fyrsta dag. Brotinn öxull á sérleiðinni um Djúpavatn gerði hins vegar út um sigurvonir þeirra og urðu þeir að sætta sig við þriðja sætið í flokknum. Í öðru sæti í AB varahluta flokknum urðu Halldór Vilberg Ómarsson og Valgarður Thomas Davíðsson. Tvær áhafnir urðu fyrir því óláni að velta bílum sínum á Djúpavatnsleiðinni. Guðjón Þórólfsson og Magnús Ingi Einarsson veltu Toyota Rav4 bíl sínum í fyrstu ferð af þremur um Djúpavatnið. Í þriðju ferð um Djúpavatnið endaði Subaru Impreza bíll þeirra Vikars Sigurjónssonar og Ragnars Magnússonar einnig á toppnum. Báðar þessar áhafnir urðu frá að hverfa en allir sluppu þó án meiðsla þökk sé góðum öryggisbúnaði. Baldur Arnar og Heimir eru nú með forustu í Íslandsmótinu eftir þessa fyrstu keppni. Næsta umferð fer fram á hröðum og skemmtilegum sérleiðum í grennd við Hólmavík í lok Júní. Íþróttir Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli fór fram um helgina, rallað var á föstudegi og laugardegi á sérleiðum á Reykjanesi. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar í Orkurallinu. Forskot þeirra eftir 120 kílómetra akstur á sérleiðum var ein mínúta og ellefu sekúndur. Slagurinn um annað sætið var gríðarlega spennandi. Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Sigfússon luku keppni á nákvæmlega sama tíma og Sigurður Arnar Pálsson og Svavar Friðrik Smárason. Gunnar og Ísak leiddu eftir fyrsta dag en á þriðju leið annars dags biluðu framdempararnir í Mitsubishi bíl þeirra og urðu þeir að sjá á eftir fyrsta sætinu. Að lokum þurftu Sigurður og Svavar að sætta sig við þriðja sætið þar sem Gunnar og Ísak náðu betri tíma á fyrstu leið keppninnar. Gunnar Karl og Ísak á Mitsubishi Lancer EVO X urðu að sætta sig við annað sætið.Þórður BragasonMikið um afföllTitilvörn Ragnars Bjarna Gröndal byrjaði illa. Í ár ekur hann með Emelíu Rut Hólmarsdóttur sér við hlið en þau urðu frá að hverfa á öðrum degi með brotna spyrnu. Gríðarlega svekkjandi þar sem þau leiddu keppnina á þeim tímapunkti. Svekkelsið breyttist þó snöggt í gleði er þau trúlofuðu sig seinna sama dag. Mikið var um afföll í Orkurallinu, 17 bílar hófu keppni en aðeins 10 luku henni. Í fjórða sæti urðu Skafti Skúlason og Gunnar Eyþórsson á Subaru Impreza, þeir félagar töpuðu talsverðum tíma er eldur kom upp í bíl þeirra eftir tíundu sérleið. Jósef og Guðni keyrðu hratt og örugglega í AB Varahluta flokknum.Þórður BragasonHörkuslagur í öllum flokkumÍ AB varahluta flokknum, flokki aflminni bíla, komu fyrstir í mark þeir Jósef Heimir Guðbjörnsson og Guðni Freyr Ómarsson. Þeir félagar keyrðu listavel alla helgina og var þetta fyrsti sigur Jósefs undir stýri. Heimamennirnir Garðar Gunnarsson og Óskar Sólmundarson höfðu forustu eftir fyrsta dag. Brotinn öxull á sérleiðinni um Djúpavatn gerði hins vegar út um sigurvonir þeirra og urðu þeir að sætta sig við þriðja sætið í flokknum. Í öðru sæti í AB varahluta flokknum urðu Halldór Vilberg Ómarsson og Valgarður Thomas Davíðsson. Tvær áhafnir urðu fyrir því óláni að velta bílum sínum á Djúpavatnsleiðinni. Guðjón Þórólfsson og Magnús Ingi Einarsson veltu Toyota Rav4 bíl sínum í fyrstu ferð af þremur um Djúpavatnið. Í þriðju ferð um Djúpavatnið endaði Subaru Impreza bíll þeirra Vikars Sigurjónssonar og Ragnars Magnússonar einnig á toppnum. Báðar þessar áhafnir urðu frá að hverfa en allir sluppu þó án meiðsla þökk sé góðum öryggisbúnaði. Baldur Arnar og Heimir eru nú með forustu í Íslandsmótinu eftir þessa fyrstu keppni. Næsta umferð fer fram á hröðum og skemmtilegum sérleiðum í grennd við Hólmavík í lok Júní.
Íþróttir Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti