Louis Cole á leið til Íslands 7. janúar 2019 14:55 Cole lofar flottum tónleikum. Bandaríski tónlistarmaðurinn Louis Cole heldur tónleika í Hljómahöll þann 15. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hljómahöll. „Hann er álitinn einn af framúrstefnulegustu fönk trommurum heims í dag. Markmið hans með tónlist sinni er að tjá djúpar tilfinningar sínar en óhætt er að segja að tónlist hans sé mjög tilfinningarík. Louis Cole hefur gert ótal myndbönd við tónlist sína sem hafa orðið gríðarlega vinsæl á YouTube. Myndbönd við lögin Weird Part of The Night, Bank Account, Blimp, Thinking og F it up hafa samanlagt fengið margar milljónir áhorfa,“ segir í tilkynningunni. Myndböndin, sem eru sögð einkennast af miklum húmor, gripu meðal annars athygli meðlima hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers sem buðu honum að hita upp fyrir sig á hljómleikaferð þeirra um heiminn árið 2017. Haft er eftir Cole, sem er frá Los Angeles, að hann hafi lengi langað að sækja Ísland heim. „Landið virkar svo svalt og að halda tónleika þar er enn svalara. Ég lofa flottum tónleikum,“ segir Cole. Louis Cole er annar meðlimur hljómsveitarinnar Knower. Hann á lag í kvikmyndinni Lego Ninjago og hann hefur samið lög fyrir listamenn á borð við Thundercat, Seal, Janet Jackson og fleiri. Louis Cole gaf út plötuna Time í ágúst síðastliðnum „og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda, má þar helst nefna Pitchfork, The 405 og The Line of Best Fit,“ segir í tilkynningunni. Auk Louis Cole mun tónlistarkonan Genevieve Artadi (meðlimur Knower) koma fram og hljómsveitin Moses Hightower. Tónleikarnir fara fram föstudagskvöldið 15. febrúar og hefjast kl. 20:00.Plötuna Time má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Louis Cole heldur tónleika í Hljómahöll þann 15. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hljómahöll. „Hann er álitinn einn af framúrstefnulegustu fönk trommurum heims í dag. Markmið hans með tónlist sinni er að tjá djúpar tilfinningar sínar en óhætt er að segja að tónlist hans sé mjög tilfinningarík. Louis Cole hefur gert ótal myndbönd við tónlist sína sem hafa orðið gríðarlega vinsæl á YouTube. Myndbönd við lögin Weird Part of The Night, Bank Account, Blimp, Thinking og F it up hafa samanlagt fengið margar milljónir áhorfa,“ segir í tilkynningunni. Myndböndin, sem eru sögð einkennast af miklum húmor, gripu meðal annars athygli meðlima hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers sem buðu honum að hita upp fyrir sig á hljómleikaferð þeirra um heiminn árið 2017. Haft er eftir Cole, sem er frá Los Angeles, að hann hafi lengi langað að sækja Ísland heim. „Landið virkar svo svalt og að halda tónleika þar er enn svalara. Ég lofa flottum tónleikum,“ segir Cole. Louis Cole er annar meðlimur hljómsveitarinnar Knower. Hann á lag í kvikmyndinni Lego Ninjago og hann hefur samið lög fyrir listamenn á borð við Thundercat, Seal, Janet Jackson og fleiri. Louis Cole gaf út plötuna Time í ágúst síðastliðnum „og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda, má þar helst nefna Pitchfork, The 405 og The Line of Best Fit,“ segir í tilkynningunni. Auk Louis Cole mun tónlistarkonan Genevieve Artadi (meðlimur Knower) koma fram og hljómsveitin Moses Hightower. Tónleikarnir fara fram föstudagskvöldið 15. febrúar og hefjast kl. 20:00.Plötuna Time má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning